Erlent | 29.October

Ábending Íslendings í Svíþjóð um kosningar rædd í Ríkisdeginum

Við greindum frá því hér á skinna.is að Íslendingur búsettur í Svíþjóð hefði sent forseta sænska þingsins bréf þar sem hann benti á ýmsa ágalla í framkvæmd kosninga í landinu. Svar barst frá þingforsetanum til Baldurs um að málið væri móttekið. Í umræðum þann 17. október rötuðu áhyggjur Baldurs Bjarnasonar af lýðræðinu í Svíþjóð inn í umræður á sænska þinginu.

Baldur sendi Andreas Norlén forseta þingsins bréf þar sem hann benti á ýmsa alvarlega ágalla í framkvæmd kosninganna þar í landi.

Það þætti saga til næsta bæjar hér á Íslandi ef það spyrðist út að Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins eða Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar stæðu fyrir utan kjörstaði á kosningadag og réttu fólki kjörseðla síns flokks um leið og fólk gengi inn til að greiða atkvæði. Þannig er þetta í Svíþjóð og það sem meira er að kjörseðlar eru fyrir allra augum og einungis einn kjörseðill fyrir hvern flokk. Þannig geta vinir, vandamenn og samstarfsmenn séð hvaða kjörseðil hver og einn tekur til að að fara með í kjörklefann. Vitaskuld getur þetta varla kallast leynileg kosning í lýðræðislegu vestrænu ríki.

Í umræðum í Ríkisdeginum þann 17. október ræddi Mikael Strandman þingmaður Svíþjóðardemókrata þetta mál og líklega út frá aðsendri athugasend Baldurs Bjarnasonar. Þar benti hann á mikilvægi þess að hafa alla flokka á sama kjörseðlinum og benti sérstaklega á fyrirkomulagið sem er í Danmörku líkt og Baldur hafi látið fylgja með í ábendingum sínum til forseta þingsins.

Þingmaðurinn fór yfir ýmis mál sem komu upp á kosningadaginn og meðal annars talaði hann um að kjörseðlar hefðu horfið og rangt hefði verið farið með utankjörstæðaatkvæðaseðla. Strandman benti einnig á í ræðu sinni að alþjóðlegir eftirlitsmenn hefðu haft uppi athugasemdir um kosningafyrirkomulagið í landinu af þessum sökum. Þingmaðurinn áréttaði að þrátt fyrir gagnrýni eftirlitsmanna, sem ekki væri ný af nálinni, hefði engin breyting átt sér stað og jafnframt sagði hann að fyrirkomulagið stríddi gegn stjórnarskránni sem mælir fyrir um að kosningar skuli vera frjálsar og leynilegar.

Þessi athugasemd Íslendingsins Baldurs Bjarnasonar virðist samkvæmt þessu hafa komið hreyfingu á umræðu um þetta undarlega kosningafyrirkomulag í Svíþjóð en eins og flestir vita hefur flokkur sósíalista, systur flokkur Samfylkingarinnar á Íslandi, verið oftast við stjórnvölinn í landinu undanfarna áratugi.