Erlent | 02.April

Beita örverkföllum að hætti Eflingar

Efling hefur beitt verkfallsvopninu í því sem félagið kallar örverkföll. Síðast var þessu fyrirbrigði beitt í aðgerðum félagsmanna Eflingar hjá Strætó þar sem verkfall stóð hluta úr degi á sumum leiðum Strætó. Líklegast má telja að félagið hafi þessa hugmynd erlendis frá.

Í Danmörku beita menn nú samskonar aðferð í lestarsamgöngum.

Deilur hafa verið milli stjórnar DSB sem rekur lestarkerfið í landinu og starfsmanna vegna niðurskurðar sem stjórn DSB hefur tilkynnt að hún muni ráðast í.

Verkalýðsfélög hafa brugðist hart við fyrir hönd starfsmanna og hafa örverkföll valdið miklum truflunum á lestarferðum í landinu.

Til að leggja áherslu á körfur um að stjórn DSB falli frá niðurskurðinum lögðu starfsmenn niður vinnu frá morgni dags í gær til klukkan 15 um daginn og komust margir ekki til vinnu sökum aðgerðanna.

Líklegt er að þessar aðgerðir muni halda áfram næstu daga þar sem mikil kerja er hlaupin í báða deiluaðila.