Erlent | 05.July

Bresk stjórnvöld hrædd við fund Donalds Trumps og Nigel Farage

Theresa May hefur verið sökuð um að reyna koma í veg fyrir fund Donalds Trumps og Nigel Farage í fyrirhugaðri heimsókn hins fyrrnefnda til Bretlands í næstu viku.

Heimildarmaður innan Whitehall segir að allt sé reynt að gera til að koma í veg fyrir fund Trumps með Nigel Farage, fyrrum leiðtoga Sjálfstæðisflokk Bretlands (UK Independence Party) á föstudaginn í næstu viku.

Heimildarmaðurinn segir að forsætisráðherrann hafi sett fram skýr skilaboð að Bandaríkjaforseti ,,megi ekki hitta Nigel Farage“ í viðræðum um ferðaáætlunina til Bretlands.

Bandarískir embættismenn voru í London í síðustu viku til að reyna að negla niður áætlanir fyrir ferðina en fyrirhugað er meðal annars að Donald Trump og kona hans Melania hitti drottninguna og hertogann af Edinburgh.