Erlent | 04.November

Brottvísaðir hælisleitendur réðust á Inger Støjberg

Lífverðir innflytjendamálaráðherra Danmerkur sáu sér þann kost vænstan að hörfa með ráðherrann út úr búðum hælisleitenda í miðri heimsókn hennar þangað.

Búðirnar eru sérstaklega fyrir þá sem neitað hefur verið um hæli eða verið vísað úr landi. Ráðherrann var í miðju samtali við fjölskyldu sem hafi fengið neitum um hæli þegar hún var skyndilega umkringd af öðrum íbúum sem kröfðust þess að fá að ræða við ráðherrann.

Á myndbandi sem birt er á dr.dk má sjá að mikill hugaræsingur og óspektir verða meðal fólksins.

Lífverðir ráðherrans sáu sér engan annan kost en að hörfa með ráðherrann út í bíl og koma honum strax í burtu. Í látunum var keyrt yfir fót á konu sem reyndi að standa í vegi fyrir bíl ráðherrans. Hana sakaði ekki. Sama kona var áður með mestar óspektir í garð Støjberg og þurftu lífverðir að beita afli til að halda henni frá Støjberg.

Støjberg er mjög brugðið eftir atvikið og segir í viðtaldi við danska ríkisútvarpið að lífverðir hennar og bílstjóri hafi bjargað lífi hennar.

No ad