Erlent | 29.December

ESB dómur gæti þvingað Dani í milljarða útgjöld vegna hælisleitenda

Sósíaldemókratar í Danmörku hafa miklar áhyggjur af dómsniðurstöðu Evrópudómstólsins í máli sem höfðað var gegn danska ríkinu vegna strangra reglna landsins í málefnum hælisleitenda sem leitt hefur til þess að mörgum hælisleitendum hefur verið neitað um sameiningu við stórfjölskyldu sína.

Í sumum tilfellum er um að ræða að einn einstaklingur hefur krafist þess að margir tugir ættingja hans séu fluttir frá miðausturlöndum eða afríku og þeir sameinaðir þessum eina hælisleitenda í Danmörku. Fari dómsmálið á þann veg að danska ríkið tapi málinu og hafi þannig ekki sjálfsákvörðunarrétt í málefnum hælisleitenda eru dönsk yfirvöld farin að undirbúa sig undir að afleiðingarnar verði mun verri en í fyrstu var vænst og danskir skattgreiðendur munu þurfa að punga út tugum milljarða vegna málsins.

Danskir sósíaldemókratar hafa því kallað ráðherra útlendingamála, Inger Støjberg, til samráðs um hvernig eigi að bregðast við en talað er um að málið kunni að valda því að 14.000 mál þurfi að endurupptaka með gríðarlegum kostnaði fyrir danska skattgreiðendur. Í fyrstu snérist málið um synjun yfirvalda á sameiningum stórfjölskyldna frá Tyrklandi en nú er það metið svo að málið varði alla hælisleitendur, hvaðan sem þeir koma.

Búast má við að dómurinn munni hafa áhrif í öllum löndum ESB og löndum EES, meðal annars hér á landi.

Þess má geta að Samfylkingin á Íslandi, systur flokkur danskra Sósíaldemókrata, hefur gagnrýnt sósíaldemókrata í Danmörku fyrir harða afstöðu í málefnum hælisleitenda en Samfylkingin stefnir á opin landamæri á Íslandi vill að íslenskir skattgreiðendur borgi meira fyrir fleiri hælisleitendur hér á landi að ógleymdum flokkum eins og Sjálfstæðisflokki, Vinstri grænum, Viðreisn, Framsókn og Pírötum. Einnig hafa fjölmiðlar eins og RÚV, Fréttablaðið og fréttastofa Bylgjunnar og Stöðvar2 beitt sér hart fyrir opnum landamærum hér á landi.