Erlent | 13.November

Evrópusambandið stígur enn eitt skref í átt að sameiginlegum her

Utanríkisráðherrar 23 ríkja Evrópusambandsins skrifuðu á mánudag undir samkomulag um frekari þátttöku í samevrópskum her. Með því er stigið enn eitt skrefið í þá átt að Evrópusambandið hafi á að skipa her sem lúti stjórn ráðamanna í Brussel.

Fjögur lönd, þar á meðal Danmörk, ákváðu að standa utan við samkomulagið að svo stöddu.

Markmið samkomulagsins er að veita meiri fjármunum til sameiginlegs hers og þróunar vopnabúrs fyrir sameiginlegan her Evrópusambandsins.

Ráðamenn sambandsins hafa sumir hverjir imprað á þeirri hugmynd að herskylda verði tekin upp fyrir her Evrópusambandsins en þær hugmyndir hafa fengið misjafnar undirtektir.

No ad