Erlent | 02.November

Fundu plánetu sem er afrit af jörðinni

Stjörnufræðingar NASA hafa fundið fjölmargar plánetur þar sem stór möguleiki er á að finna líf. Alls hafa 219 hnettir fjarri jörðinni uppgötvast nýlega, þar af kunna 20 að vera byggilegir.

Ein af þeim plánetum sem fundist hafa virðist vera alveg eins og jörðin. Plánetan er nánast jafn stór og jörðin og hvert ár spannar 395 daga. Loftslagið gæti verið það sama og á jörðinni en hugsanlega meira í ætt við það sem þekkist í Síberíu. Stjörnufræðingar segja að þetta þýði að möguleikarnir á að líf finnist á öðrum hnöttum hafi aukist verulega með þessum nýju upplýsingum. Ef til vill þrífst líf á plánetum sem eru nærri okkur en fyrst var talið.

Pláneturnar voru uppgötvaðar í gegnum geimsjónaukann Kepler en til að rannsaka þær nánar þarf nýjan geimsjónauka sem byggir á nýjustu tækni.

No ad