Erlent | 01.November

Gengjastríðið í Kaupmannahöfn: Telja að vélbyssa hafi verið notuð

Lögreglan telur að vélbyssa hafi verið notuð á þriðjudagskvöld þegar 30 ára gamall maður var drepinn og tveir aðrir særðir. Mennirnir voru allir meðlimir glæpagengis innflytjenda sem barist hefur á götum Kaupmannahafnar við önnur gegni frá því í sumar.

Ekkert bendir til að mennirnir hafi haft ráðrúm til að skjóta til baka en þeim var veitt fyrirsát þegar þeir gengu inn í hótel á Norðurbrú um kl. 19 á þriðjudagskvöld.

Lögreglan vill ekki gefa upp hvort þeir hafi verið háttsettir í glæsamtökunum. Aðeins andartaki áður en skothríðin hófst voru hjón með ungt barn í skotlínunni. Þau sakaði ekki.

Bíll sem árásarmenn flúðu á í burtu fannst þremur tímum seinna, í ljósum logum í bænum Lyngby.

Fjölmiðlar hafa getið sér til um að skotárásin tengist því að leiðtogi samtakanna Loyal to familia (LTF), Shuaib Khan, var látin laus eftir að hafa afplánað stuttan dóm vegna hótana í garð lögreglumanns. Dómurinn vakti mikla hneykslan í Danmörku sérstaklega vegna þess að Shuaib Khan var ekki vísað úr landi eftir afplánun.

No ad