Erlent | 23.January

Getnaðarvarnir og jafningjaþrýstingur

Kínverska ríkisstjórnin lítur á æxlunarferlið sem forréttindi sem veitt er af ríkinu og aðeins gefið eftir að borgarinn uppfyllir skyldur sínar gagnvart ríkinu. Þegar parið hefur fengið rétt á að eignast barn, þá ber því skylda til nota getnaðarvörn til að koma í veg fyrir frekari fæðingar. Vegna þess að samfélagið í Kína er gegnsýrt af siðum feðraveldisins, fellur ábyrgðin á getnaðarvörnum aðallega á konuna.

Embættismenn leyfa ákveðnar gerðir af getnaðarvörnum, þar með talið lykkjuna. Þessa aðferð er auðvelt að staðfesta, er varanleg getnaðarvörn og býður upp á þægindi fyrir skrifræðisbáknið að fást við.

Reglur hvetja konur með eitt barn til að nota ómskoðun, og þær sem eru með tvö börn til að gangast undir frekari skoðun undir eftirliti opinbers skoðunarmanns sem er nauðsynlegt fyrir síðari barnið til að hafa aðgang að heilbrigðisþjónustu og opinberri menntun.

Á sérstökum stöðum, eru embættismenn sem skipuleggja barneignir og framfylgja fjölskylduáætlun stjórnvalda, en þeir styðjast við nágrannavörslukerfi sem hvetur nágranna til njósna um hvert annað og tilkynna um sérhvert barn sem kann ekki að vera skráð. Í sumum tilfellum, fá þeir sem tilkynna um slík brot, verðlaun.

Yfirvöld fjölskylduáætlana, hvetja einnig til jafningjaþrýstings frá vinnufélögum. Ein leið er að varpa ábyrgðinni af umframfjölgun innan vinnuhóps á allan hópinn. Ef einn meðlimur vinnuhóps eignast aukabarn, er öllum meðlimum hópsins neitað um árlega bónussgreiðslu – sem er sterkur leikur til að halda aftur af hópnum.

Það er óljóst hvort slökun kínverskra stjórnvalda á stefnu sinni um eitt barn mun hafa áhrif á fæðingartíðni. Fæðingartíðni í Kína árið 2017 var 1,62 fæðingar á konu samkvæmt tölum frá Sameinuðu þjóðunum. Fæðingatíðnin er svipuð og fyrir önnur iðnríki. Vegna þess að hagkerfi Kína er að verða meira vestrænt, er ólíklegt að fæðingatíðni í Kína aukist verulega og allra nýjustu tölur benda til einmitt til hins gagnstæða, það er að þeim fækki enn meir.