Erlent | 03.November

Íhuga að banna skipulögð glæpasamtök: Stjórnlagaráð vildi heimild um bann úr stjórnarskrá Íslands

Dönsk stjórnvöld íhuga nú að banna glæpasamtökin Loyal To Familia.

Enn ein skotárás átti sér stað í nótt. Skotið var á mann um tvítugt þar sem hann ók bíl eftir Tingbjerg vegi í Kaupmannahöfn. Maðurinn hlaut skotsár en farþegi sem var með honum í bílnum slapp með skrámur. Ökumaðurinn missti stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að hann valt. Lögreglan virðist lítið ráða við ástandið sem fer stigmagnandi. Skotárásir glæpagengja innflytjenda hafa verið vaxandi vandamál á götum Kaupmannahafnar síðan í sumar og hefur lögregla reynt að sporna gegn þeim með því að einangra ákveðin svæði og leita á fólki og í bílum sem ferðast um svæðin. Það má því segja að hálfgert stríðsástand hafi myndast í ákveðnum hverfum Kaupmannahafnar. Nú er svo komið að Ríkislögreglustjórinn hefur sett í gang vinnu sem miðar að því að fá dómsúrskurð um að glæpasamtökin Loyal To Familia verði bönnuð. Samtökunum er stjórnað af Pakistana að nafni Shuaib Khan.

Stjórnlagaráð vill taka út heimild til að banna skipulögð glæpasamtök

Í tillögum stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá Íslands er lagt til að heimild til að banna skipulögð glæpasamtök verði tekið út. Sú heimild er í núverandi stjórnarskrá [74.gr.]. Rökstuðningur stjórnlagaráðs fyrir aðgerðinni er að heimildin hafi aldrei verið notuð og væri því óþörf.

No ad