Erlent | 18.March

Kína þarf ekki að óttast Páfagarð

Forseti Kína, Xi Jinping er á leið til Ítalíu í opinbera heimsókn en í tilefni þess, hefur háttsettur embættismaður Páfagarðs látið hafa eftir sér að Kínverjar þurfi ekki að óttast kaþólsku kirkjuna. Þessi ummæli hafa leitt til vangavelta um hvort Xi muni hitta Francis páfa í vikunni.

,,Páfagarður ber ekkert vantraust eða fjandskap í brjósti gagnvart neinu landi,“ skrifaði Pietro Parolin, utanríkisráðherra Páfagarðs í inngangi að nýrri bókar um Kína sem birtist þriðjudaginn. Þetta kemur fram í inngangi bókarinnar ,,Kirkjan í Kína - Framtíð á enn eftir að vera skrifuð".

Parolin sem er næstur páfann að völdum, sagði að varðandi störf kaþólsku kirkjunnar í Kína, ,,að ekki er hægt að skilja að viðhorf, virðingu og traust gagnvart kínversku fólki og lögmætum yfirvöldum þeirra.“

Þetta virðist vera önnur tilraun Páfagarðs til að draga úr áhyggjum stjórnvalda í Beijing. Þótt sögulegur fundur og samingur sem gerður var í september hafi komið á beinum samskiptum milli Páfagarðs og Kína, hafa hvorug stjórnvöld tekið upp dipómatísk samskipti eða samband.

Parolin skrifaði að áður ,,óleystir hnútar" í samskiptum Kína og Páfagarðs gætu losnað með nýrri sameiginlegri nálgun sem felur í sér blöndu af ,,guðfræði, lögum, preststörfum og jafnvel stjórnmálasambands."

Það er hefð fyrir þjóðhöfðingja sem heimsækja Ítalíu að hitta einnig páfann. Samkvæmt heimildum innan Páfagarðs, að hægt væri að bæta slíkri heimsókn við inn í heimsóknaráætlun Xi ,,á síðustu mínútu“ en hins vegar hefur páfinn ekki tekið frá tíma vegna heimsóknarinnar.

Talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins, Geng Shuang, sagði á mánudaginn að honum væri ókunnugt um einhverjar áætlanir fyrir Xi að hitta páfann, en sagði jafnframt að kínversk stjórnvöld væru einlæg í ásetningi sínum að bæta tengslin við Páfagarð og hafi gert ótal hluti í því skyni.

September - samningurinn, sem tók meira en 10 ár að gera, gefur Páfagarðinn langþráðann rétt til að hafa eitthvað um að segja um skipan biskupa í Kína í embætti. Gagnrýnendur, sérstaklega íhaldssamir kaþólikkar, segja að þetta sé eftirgjöf gagnvart kommúnistastjórninni.

Í Kína eru um 12 milljónir kaþólikkar sem skiptast í tvo hópa eða kirkjuhreyfingar, annars vegar launkirkju sem sver hollustu sína við Páfagarð, en hins vegar kaþólska kirkju sem er undir stjórn kínverskra stjórnvalda og kallast í grófri þýðingu Kaþólska þjóðræknisfélagið. Nú viðurkenna báðir aðilar páfinn.

Margir telja að samningurinn í september sé forveri diplómatískra tengsla við Kína. Það myndi þýða að Páfagarður yrði að slíta tengsl sín við Taívan, sem kínversk stjórnvöld líta á sem uppreisnarhérað.