Erlent | 29.March

Landamæramúrinn þegar í byggingu

Í einkaviðtali hjá Sean Hannity á miðvikudaginn sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti að ríkisstjórnin hafi gert við ,,margar, margar“ mílur af landamæragirðingu meðfram landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó.

Trump segir að bygging landamæraveggjarins væri ,,mikilvæg“ vegna þess að mansal og eiturlyfjasmygl eigi sér stað á svo kölluðum ,,veikum stöðum“ á landamærunum – eða á þeim hlutum landamæranna þar sem engar girðingar væru.

,,Hundruð mílna eru þegar í byggingu eða verða fljótlega að vera tilbúið fyrir byggingu", sagði forsetinn við þáttastjórann Sean Hannity. ,,Nauðsynlegt verður að nota milljarðar dollara við verkið, það er algerlega nauðsynlegt ef þú horfir á hvað er að gerast við landamærin."

Stefnumótunar- og samskiptaráðgjafi Hvíta hússins segir að landamæraverðir séu ,,kaffærðir“ vegna álags á landamærunum.

Trump sagði áður hafi fólk talað um að byggja múrinn fyrir 25 til 30 milljarða dollara en hann ætli sér að byggja sama byggingamagn fyrir brot af þeirri upphæð.

Á sama tíma, hefur Bandaríska tolla- og landamæravarnarstofnunin (U.S. Customs and Border Protection (CBP)) tilkynnt um 4,000 handtökur á mánudaginn einum – sem er hæsta tala fyrir einstakan dag í meir en áratug. Jafnvel fleiri voru handteknir á þriðjudaginn.

,,Í gær var metið slegið enn einu sinni – 4,117 á einum degi,“ bætti CBP við í Twitter -færslu.

,,Við erum að handtaka fólk sem kemur inn á ólöglega hátt," sagði Trump við Hannity. ,,Við sleppum þeim ekki. Í sumum tilvikum skortir okkur pláss fyrir allt þetta fólk."

Eftir 35 daga opinbera lokun ríkisstofnanna í upphafi ársins samþykkti þingið veitingu allt að 1,4 milljarða dollara fyrir nýjar landamærahindranir, sem er mun minni upphæð en 5,7 milljarða Bandaríkjadala sem Trump hafði beðið um.

Trump sagði jafnframt að Demókratar væru ,,hræðilegir og svo spilltir í innflytjendamálum,“ í tengslum við ,,ná og sleppa“ stefnuna og ,,keðju fólksflutninga.“

Á þriðjudaginn mistókst Demókrötum í fulltrúadeildinni að fella neitunarvald Trumps varðandi yfirlýsingu hans um neyðarástand á landamærunum. Það skorti aðeins 38 atkvæði upp á tvo – þriðju meirihluta sem til þurfti til að fella neitunarákvörðun Trumps.

Trump hefur áætlun um að færa til 3.6 milljarða dollara frá hernaðarframkvæmdum til að nota fyrir vegginn. Á mánudaginn, veitti Pentagon leyfi fyrir færslu á 1 milljarða dollar vegna 57 mílna langa landamæragirðingu meðfram landamærin í kjölfar neyðarástandsyfirlýsingu Donalds Trumps.

,,Ef þú leitaðir til fulls af hershöfðingjum, þá myndu þeir segja þér að þetta er neyðarástand“, sagði Trump. Við þurfum að verja þjóð okkar.Fólk ,,hellist inn“.

Á meðan viðtalinu stóð, sagði Trump við Hannity að ætlunin væri að halda fréttamannafund í San Diego þar sem lokið hefur verið við gerð veggjarhluta.

,,Mikið af fólki heldur að við séum ekki að byggja veggi. Við erum að reisa gríðarlega margar mílur af veggjum einmitt núna og við erum að gíra okkur upp í að gera miklu meira,“ bætti hann við.

Í febrúar í fyrra byrjuðu framkvæmdir í San Diego við að skipta um 14 mílur af hindrunum meðfram mexíkósku landamærin, sem er fimmta landamæraveggja verkefni í forsetatíð Trumps. Hann bætti því við að hundruð mílna af veggjum yrðu annað hvort reistir eða gert við í náinni framtíð.