Erlent | 29.October

Schengen: Glæpamenn frá Georgíu undir yfirskyni hælisleitenda

Mikil fjölgun hefur skyndilega orðið í ár á hælisleitendum frá Georgíu til Danmörku að því að danska ríkisútvarpið greinir frá. Meðaltal hælisleitenda frá þessu ríki fyrrum Sovétríkjanna hefur verið um 75 manneskjur á ári en er nú skyndilega bara á fyrstu mánuðum þessa árs yfir 300.

Hælisleitendur frá Georgíu eru nú þriðji stærsti hópur hælisleitenda í danska kerfinu á eftir Sýrlendingum og Eretríumönnum. Ríkislögreglan í Danmörku hefur upplýst að sprenging hafi orðið í ákærum gegn hælisleitendum frá Georgíu, hafa þær fimmfaldast í ár. Mest eru þetta ákærur vegna þjófnaðar úr verslunum.

Vinna í skipulögðum hópum

Í þessum mikla fjölda flóttamanna segir ríkislögreglan að séu einstaklingar sem greinilega falli undir skilgreininguna um skipulögð glæpasamtök.

- Þeir vinna saman í bæði stærri og minni hópum, skipulega að þjófnuðum og að losa sig skipulega við þýfið, segir Lars Mortensen hjá ríkislögreglunni.

Hefur aukist með tilkomu Schengen og hælisleitendur hverfa

Evrópusambandið gerði samning við Georgíu árið 2016 um að íbúar landsins mættu koma inn á Schengen svæðið í 90 daga án þess að þurfa að sækja um vegabréfsáritun áður. Í dag er staðan þannig í Danmörku að af um 200 hælisleitendum frá Georgíu hefur helminginum verið neitað um hæli en hinn helmingurinn hefur hreinlega horfið og ekki vitað til hvort fólkið haldið til í Danmörku eða sé jafnvel farið til annarra Evrópuríkja.