Erlent | 02.October

Sendur heim í sjálfsmorðshugleiðingum: Íslenska heilbrigðiskerfið ekkert einsdæmi á Norðurlöndum

Norskur maður sem lengi hefur glímt við misnotkun vímuefna var sendur heim eftir að hann leitaði sér hjálpar á læknavaktinni vegna sjálfsmorðshugleiðinga. Maðurinn hefur verið í áralangri misnotkun vímuefna en hefur aldrei áður leitað sér hjálpar vegna sjálfsmorðshugleiðinga. Oddund Harsvik sem fer fyrir samtökum sem aðstoða vímuefnaneytendur á sem eru á götunni segir málið grafalvarlegt. Það sé alveg á hreinu að hans sögn að það sé full alvara á ferðum þegar fólk langt leitt af vímuefnaneyslu taki það skref að leita sér hjálpar vegna sjálfsmorðshugleiðinga. Manninum var sagt að panta tíma hjá heimilislækninum sem hann gerði strax en þar var ekki laus tími fyrr en að viku liðinni.

Málið minnir óneitanlega á tilvik hér á landi þar sem langt leiddum vímuefnaneytendum hefur ítrekað verið vísað of fljótt úr meðferð eða ekki hægt að taka við þeim jafnvel þótt vitað sé að þeir séu í sjálfsmorðshugleiðingum. Nokkur slík mál hafa ratað í fréttir hér á landi og hefur heilbrigðiskerfið íslenska verið harðlega gagnrýnt fyrir. Ljóst er að íslenska heilbrigðiskerfið er ekkert einsdæmi í þessum málum á Norðurlöndum þó því sé oft haldið fram ef marka má þessa umfjöllun nrk um málið.