Erlent | 14.November

Skriðdrekar á leið til Harare: Kínverjar flæktir í málið?

Svo virðist sem átök séu að brjótast út í Zimbabwe milli hersins og stuðningsmanna forsetans Roberts Mugabe. Yfirmaður hersins gaf út yfirlýsingu þar sem hann sagði að herinn myndi ekki horfa upp á „óstöðugt“ Zimbabwe.

Fréttir berast af því að skriðdrekar séu á leiðinni til höfuðborgarinnar Harare. Ekki er langt síðan Mugabe rak varaforsetann. Talið er að hann hafi gert það til að greiða leið eiginkonu sinnar að forsetaembættinu en forsetinn er komin 93. aldurs ár.

Hver undirrótin er nákvæmlega að því að herinn hefur skyndilega áhyggjur af stöðugleika í ríkinu er ekki ljós eins og stendur en bent hefur verið á að herinn hefur í samvinnu við kínverskt fyrirtæki stundað ábatasama demantavinnslu hin síðari ár.

Formaður ungliðahreyfingar flokks Mugabe sakaði herinn fyrr í vikunni um að stinga undan nokkrum milljörðum punda með hjálp kínverska fyrirtækisins og krafðist þess að herinn gerði hreint fyrir sínum dyrum.

No ad