Erlent | 06.November

Starfsmenn Rauða krossins stálu 100 milljónum íslenskra króna

Svo virðist sem starfsmenn, sjálfboðaliðar og bankastarfsmenn hafi skipulega stolið tugum milljóna úr gjafafé Rauða krossins sem átti að fara til hjálparstarfs í Afríku. Upphæðin nemur sennilega um 100 miljónum íslenskra króna.

Bróðurpartur af peningunum átti að nota til að kaupa lyf til að berjast gegn ebólu. Alþjóðleg rannsókn hefur staðið yfir og bendir hún til þess að banki í Sierra Leone hafi verið með í svindlinu ásamt starfsmönnum Rauða krossins. Peningunum var stolið á árabilinu 2014 – 2016 þegar ebólu faraldurinn geisaði í Vestur-Afríku, þar sem um 11.000 manns dóu.

Mest hefur verið stolið í Síerra Leone, en þar á eftir hafa stórar upphæðir horfið úr sjóðum í Líberíu og Gíneu.

Yfirmaður Rauða krossins í Síerra Leone, Paul Jenkins, segist mjög leiður yfir málinu, sérstaklega vegna þess góða starfs sem heiðarlegir starfsmenn og sjálfboðaliðar séu að vinna. Þetta mál muni hafa áhrif á starf þeirra. Í umfjöllun fjölmiðla í Evrópu um málið segir Rauði krossinn að starfsaðferðum við útdeilingu fjármagns verði breytt í kjölfar málsins og að komið hafi verið á samstarfi við yfirvöld í Síerra Leone um að draga þá sem ábyrgir eru fyrir þjófnaðinum þar í landi fyrir dómstóla.

Ríflegur styrkur íslenskra skattgreiðenda og fer stækkandi

Ríkissjóður Íslands styrkir starfsemi Rauða krossins á Íslandi um tuga milljóna ár hvert. Í ársskýrslu samtakana fyrir árið 2016 kemur fram að framlög úr ríkissjóði til alþjóðlegra verkefna hafi numið um 255 miljónum. Stærstu verkefni Rauða krossins innanlands eru við hælisleitendur og flóttafólk. Í Ársskýrslu íslenska Rauða krossins fyrir árið 2016 segir: „Um 37% af heildarframlögum Rauða krossins fóru til innlendra verkefni, en aukning varð á framlögum til þeirra um rúmar 200 milljónir sem skýrist að stærstum hluta af aukinni aðstoð við flóttamenn og hælisleitendur skv. samningi við íslenska ríkið.“
No ad