Erlent | 08.October

Sumarið komið aftur í Danmörku

Sumarskot er í kortunum hjá frændum okkar í Danmörku og nær það reyndar til hluta Norðurlanda í næstu viku að minnsta kosti. Fólk í Danmörku getur tekið aftur fram stuttbuxurnar og sólarvörnina en allt að 23 stiga hita er spáð aðallega á Jótlandi fram eftir vikunni.

Veðurfræðingar segja að hitabylgja á þessum tíma sé þó ekkert einsdæmi. Til dæmis hafi hiti á sama tíma árið 2013 farið upp í 17 gráður.

Heitaloftið kemur frá Mið- og Austur Evrópu en þar hafa hitar legið á sama bili og nú er spáð fyrir hluta Danmerkur og Norðurlanda.