Erlent | 23.March

Svartur dagur fyrir vinstri fjölmiðla í Bandaríkjunum

Robert Mu­ell­er hef­ur skilað skýrslu sinni um af­skipti Rússa að for­seta­kosn­ing­un­um í Banda­ríkj­un­um 2016 til dóms­málaráðherra lands­ins og er rann­sókn máls­ins þar með form­lega lokið. Í fréttum fjölmiðla vestanhafs, kemur fram að engin Bandaríkjamaður verði ákærðum fyrir meint samráð við Rússa, þar á meðal forsetinn sjálfur, Donald Trump.

Ekkert hefur verið gefið upp um innihald skýrslunnar en embættismenn hafa lekið út að enginn verði ákærður fyrir samsæri gegn bandarísku þjóðinni. Búast má við að William Barr dómsmálaráðherra muni fara yfir niðurstöður skýrslunnar með þingmönnum á næstu dögum og búast má við Bandaríkjaforseti muni vilja fá að líta á hana áður en hún verði afhent.

Eins og búast mátti við, þá brugðust meginfjölmiðlar í Bandaríkjunum við með að lýsa yfir áfalli vegna þess að Bandaríkjaforseti verði líklega ekki ákærður en fjölmiðlar eins og CNN, MSNBC og Washington Post hafa brugðist við með vantrú sem sjá má á ummælum helstu fjölmiðlastjarna þeirra eins og Rachel Maddow hjá MSNBC, Jim Acosta hjá CNN sem er blaðamaður fjölmiðilsins í Hvíta húsinu og Bill Maher hjá Real Time, svo einhverjir séu nefndir.

Rachel Maddow flýtti sér úr orlofi sínu og sagði að hún væri að segja frétt sína beint frá Tennessee vegna þess að hún teldi sig þurfa að rjúfa orlof sitt vegna þessara stórfréttar og virtist hún ekki getað haldið aftur af tárum sínum.

Í Hollywood, hefur þáttastjórnandinn Bill Maher hjá Real Time lýst yfir vonbrigðum sínum en virðist vera að draga í land viðhorf sitt til forsetans sem hann oftast kallar ,,grenjandi væliskjóða“.

Seinna sagði Jim Acosta, aðalfréttamaður CNN í Hvíta húsinu að Hvíta hús fólk væri að ,,fagna í þögn“ og að stjórn Trumps nálgaðist skýrslu Muellers með ,,heilmikið af gleði."

Íhaldssamir fjölmiðlar, eins og Fox News, hafa hins vegar brugðist við með gleði yfirlýsingum og bent á að vinstri fjölmiðlar hafi galað hátt í hartnær 3 ár um að það eigi að ákæra forsetann fyrir að standa í vegi réttvísinnar og hann taki þátt í samsæri með Rússum og svo hafi ekkert komið fram sem styðji afbrot forsetans og þeir menn sem hafa verið ákærðir, voru kærðir fyrir önnur afbrot.

Einn þáttastjórnandi vildi senda FBI beint inn í ,,oval office“, sporöskjulöguðu skrifstofu forsetann, setja hann í járn og leiða hann út eins og ótíðan glæpamann.

Annan tón kveðjur hjá Tucker Carlson hjá Fox News, sem er einn vinsælasti sjónvarpsþáttastjórnandi í Bandaríkjunum. Hann vill að bæði fjölmiðlamenn sem hafa komið fram með órökstuddar ásakanir sem og stjórnmálamenn, taki pokann sinn sem fyrst eða axli ábyrgð.

Þess má geta að samkvæmt skoðanakönnunum telur meira en 50% Bandaríkjamanna að rannsókn Robert Mueller sé ,,nornaveiðar“ eins og Trump hefur haldið og það áður en fréttir af birtingu skýrslunnar komu í gær, föstudag.

Í viðtali á Útvarpi Sögu segir Guðmundur Franklín Jónsson frá því að vinsældir Donald Trump forseta Bandaríkjanna virðast ekki á undanhaldi en í nýjum könnunum sem gerðar hafa verið vestanhafs kemur fram að ef kosið yrði í dag myndi hann hafa sigur í hverju einasta fylki.

Guðmundur segir jafnframt að mikil almenn ánægja með forsetann ,,ekki síst vegna þess að staða efnahagsmála hefur verið mjög jákvæð og ekkert útlit að það sé að fara að breytast neitt á næstunni“.