Erlent | 19.March

Tímalína: Upprisa og fall íslamska ríkisins í Írak og Sýrlandi

Fréttaskýring:

Íslamska ríkið stendur nú frammi fyrir svæðisbundnum ósigri en bandarísk studdar sýrlenskar bardagasveitir undirbúa árás á lokavígi þess sem er nærri landamæri Íraks. Þessi tímalína fjallar um skyndiupprisu, grimman valdatíma og smám saman fall íslamska ríkisins.

- 2004-11 - Í óreiðunni eftir innrás Bandaríkjahers í Írak árið 2003, breytir al-Qaeda sella í landinu nafni sínu árið 2006 í Íslamska ríkið í Írak.

- 2011 - Eftir að krísan í Sýrlandi hefst, sendir Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi hópsins, aðgerðasinna til starfa þar til að setja upp sýrlenska sellu. Baghdadi fylgir málið frekar eftir árið 2013, og hópurinn slítur samskiptin við al Qaeda og endurnefna hreyfingu sína ,,Íslamska ríkið í Írak og Levant".

- 2014 - Skyndileg velgengni hryðjuverkahreyfingarinnar hefst með hruni Fallujah í Írak og Raqqa í Sýrlandi í lok ársins. Jihadistarnir taka Mosul og Tikrit í júní og fara yfir landamærin inn til Sýrlands. Við stórmoskuna í Mosul endurnefnir Baghdadi hópinn Íslamska ríkið (IS) og lýsir yfir kalfíadæmi.

Svo hefst tímabil ógnarstjórnar. Í Írak slátrar IS þúsundir Yazída í Sinjar og neyðir meira en 7.000 konur og stúlkur í kynlífsánauð. Í Sýrlandi fjöldamyrðir hreyfingin hundruð meðlimi Sheitaat ættkvíslarinnar. IS afhöfðar vestrænar gísla og sýnir á samfélagsmiðlum.

Í september mánuði stofna Bandaríkjamenn til bandalags gegn IS og hefja loftrásir til að stöðva skriðþunga þess, og hjálpa þar með bardagasveitir YPG - sýrlenskra Kúrda, að brjóta á bak aftur sókn bardagasveitir óvina og hrekja frá Kobani við landamæri Tyrklands.

- 2015 – Hryðjuverkamenn í París ráðast á skopmyndablað og kosher kjörbúð í eigu gyðinga, blóðbaðið er upphaf bylgja árása um allan heim. Bardagamenn í Líbýu afhöfða kristna menn og heita stuðning við IS og aðrir hópar fylgja eftir í öðrum löndum, en þeir starfa sjálfstætt.

Í maí, tekur hreyfingin Ramadi í Írak og fornborgina Palmyra í Sýrlandi, en í lok ársins byrjar að falla undir fæti hjá henni í báðum löndum.

- 2016 – Íraskar hersveitir endurheimta Fallujah í júní, sem var fyrsti bærinn sem IS hafði hertekið. Í ágúst, taka hersveitir SDF (Syrian Democratic Forces) með stuðningi Bandaríkjamanna og kúrdísku YPG í fararbroddi, Manbiji í Sýrlandi.

Tyrkir bregðast hart við þegar kúrdískar hersveitir herja nálægt landamærum Tyrklands, og tyrkneskar hersveitir fara yfir landamæri Tyrklands og Sýrlands og beina spjótum sínum bæði að IS og YPG. Fjandskapur Tyrkja og YPG heldur áfram og það gerir allar aðgerðir gegn IS erfiðar.

- 2017 – Íslamska ríkið bíður herfilega ósigra allt árið.Í júní missir það Mosul í hendur íranskra hersveita eftir mánaðalanga bardaga og stjórnvöld í Bagdad lýsir yfir endalokum kalfíadæmisins. Í september geisar sýrlenski herinn með góðum stuðningi Rússa og Írana áfram í sókn til að endurheimta Deir al-Zor og kemur á ný stjórn ríkisins við bakka Efra. Í október, hrekur SDF hersveitir IS frá Raqqa.

- 2018 – Sýrlensk yfirvöld endurheimta vígstöð IS í Yarmouk, suður af Damaskus og landamærasvæðið sem liggur við herteknu Gólahæðum. SDF sækir áfram niður með Efra fljót og Íraskar hersveitir taka restina af landamærasvæðunum. Bandaríkin heita því að draga herlið sitt til baka.

- 2019 – Bardagasveitir IS eru umsetnar í síðasta víghreiðri sínu í þorpinu Baghouz. Harðir bardaga stand nú yfir.