Erlent | 20.January

Tyrkland byggir landamæravegg við nágrannaríki sín

Tyrkland hefur lokið við að reisa landamæravegg á landamærum sínum við Sýrland. Er þetta gert í því skyni að herða á öryggi landamæranna og berjast gegn ólöglegum fólksflutningum, stöðva för óvinveittra bardagasveita og smygl yfir landamærin.

Veggurinn nær um 764 km af 911 km löngum landamærum Tyrklands og Sýrlands. Byggingaverktakafyrirtækið TOKI sem er í ríkiseigu, fékk það hlutverk að reisa 564 km af landamæraveggnum en héraðastjórnir í Sanliurfa, Gaziantep, Kilis, Hatay, Mardi og Sirnak, fjármögnuðu hina 200 km sem eftir voru. Byrjað var að huga að byggingu veggsins fyrir þremur árum og ætlunin var þá að hrekja ISIS í burtu frá landamærunum og stöðva framsókn kúrdiískra bardagasveita YPG.

Tyrknesk stjórnvöld líta á YPG sem hryðjuverkahreyfingu og sem framlengingu á kúrdíska verkamannaflokknum PKK sem hefur staðið í áratuga langri baráttu við stjórnvöld í Ankara.

Tyrkir eru líka að reisa landamæravegg á landamærum Tyrklands og Írans og hafa þegar reis meir en helming af 144 km löngum vegg en verkslok eru áætluð næsta vor. Tilgangurinn með þessum landamæravegg er sá sami og á landamærum Tyrklands og Sýrlands, að stöðva smygl, för ólöglegra innflytjenda og óvinveittra bardagamanna.

Yfirmaður TOKI sagði í viðtali við Reuters, að þeir hefðu byrjað á íranska veggnum síðastliðið sumar en verktíminn sé stuttur, og lokið hafi verið við 80 km af 144 km landamæravegg og ef guð lofar, ,,…munum við ljúka verkinu næsta sumar.“

Forseti Tyrklands, Tayyip Erdogan sagði á síðasta ári að Tyrkland myndi reisa vegg á landamærum sínum við Írak, hluta af landamærunum við Íran sem væri svipaður þeim sem nú er á landmærunum við Sýrland en það eru lengstu landamæri þeirra við annað ríki.

Evrópusambandið fjármagnaði þessar framkvæmdir að miklu leyti en það hefur veitt Tyrklandi stórar upphæðir til að stemma stigu við för flóttamanna yfir Tyrkland til Evrópu.