Antifa – mótmælahreyfingin sem beitir ofbeldi

Mótmælahreyfingin hefur verið umdeild víða um lönd vegna ofbeldisins sem oft fylgja mótmælum hennar.

Flestir sem lesa daglegan fréttaflutning, kannast við hugtakið,, Antifa“ sem útleggst í grófri þýðingu, ,,samtök gegn fasistum.“  En hverjir eru þetta sem kalla sig Antifa og fyrir hverju telja þeir sig standa fyrir?

Hreyfingin sem slík er ekki gömul og telst hún eiga uppruna sinn að rekja til áttunda áratugarins í Bandaríkjunum en þá kallaði hún sig ,Anti-Racist Action“. Meðlimirnir stunduðu að fara á hljómleika ný-nasista og hleypa þeim upp.  Upp úr aldarmótin fór lítið fyrir henni en með framkomu Donalds Trumps, hefur henni vaxið ásmegin á ný.

Antifa meðlimir segjast vera gegn ný-nasisitum, ný-fasistum, hvítum kynþáttahöturum og kynþáttahatri almennt og nýjasta nýtt er barátta þeirra gegn svo kallaða ,,alt-right“ sem er stytting á orðinu ,,alternative right“ eða í lauslegri þýðingu ,,annars konar hægri“.  Þannig að baráttan hefur orðið víðtækari og náð til þeirra sem teljast til hægri og mörkin óljós.

Antifa meðlimir skera sig úr frá öðrum mótmælendum með því að klæða sig í svört föt, stundum með grímur eða hjálma sem á að skýla auðkenni þeirra frá andstæðum hópum eða lögreglu. Að þessu leyti hafa hreyfingin tekið upp aðferðir andstæðinga sinna en á þriðja og fjórða áratugnum klæddu fasistar og nasistar sig í svört eða brún föt. Svörtu fötin eiga líka að vekja ógn eða ugga í huga andstæðinganna.

Aðferðir Antifa er beinar og oft ofbeldisfullar. Meðlimir hennar stunda að fara á fundi hægri manna og reyna að eyðileggja þá með margvíslegum aðferðum. Það getur verið hróp og köll, kyrjun eða mynda mannlegan vegg og koma í veg fyrir að fundargestir getið horft á eða hlustað á fyrirlesarann flytja mál sitt. Aðrir stunda það að fylgjast með hægri mönnum á netinu og stundum ráðast þeir beint á viðkomandi hægri mann með persónulegum árásum á fjölskyldulíf og það sem almennt telst vera einkalíf viðkomandi.

Antifa hópar styðjast einnig við hefðbundnar aðferðir, svo sem skipulagðar samkomur eða mótmælagöngur. Öfgafyllstu meðlimirnir bera á sig vopn, hnífa, múrsteina, keðjur, piparúða og þeir útiloka ekki ofbeldi þegar þeir fara af stað í aðgerðir.

En hversu ofbeldisfullir eru Antifa hóparnir?  Viljir þessara hópa til að beita ofbeldi, afmarkar þá skýrt frá öðrum vinstri sinnuðum aðgerðasinnum en þeir segja að ofbeldið megi skýra að þeir beiti það í sjálfsvörn. Þeir hafa þó dreift og birt skýringarmyndir um hvernig eigi að lemja fasista. Vegna þess hversu fúsir Antifia hóparnir eru að beita ofbeldi (í sjálfsvörn segja þeir), þá eru fáar konur í þessum hópum.

Margar spurningar vakna varðandi þessa hreyfingu sem hefur einhver ítök hér á Íslandi.  Svo sem: Hvenær endar vörnin fyrir mannréttindum og ofbeldisdýrkun tekur við? Er réttlætanlegt að berja hægriöfgamenn? Hver var útkoman þegar vinstri aðgerðarsinnar á þriðja og fjórða áratugunum börðust við nasista og fasista á götum úti? Leiddi það ekki til að þeir síðarnefndu notuðu ofbeldið sem afsökun og réttlæting fyrir valdatöku? Höfðu aðferðir Mohandas Gandhi, Nelson Mandela, Dalai Lama, Martin Luther King ekki gefið betri raun?

.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR