Greinar | 30.March

Er hatursorðræða ólögleg í Bandaríkjunum?

Huginn skrifar:


Nú er óskað eftur umsögnum í 543. máli, almennra hegningarlaga (þrenging ákvæðis um hatursorðræðu) á hinu háttvirta Alþingi Íslendinga. Það kemur ekki á óvart að félagasamtök margra minnihlutahópa hafa sent inn umsagnir, má þar nefna af handahófi BDSM samtökin og Samtökin ´78 en einnig Amnesty International, BSRB og fleiri stéttarfélög og er það óskýrt hvers vegna stéttarfélög leggja inn umsagnir, þegar horft er til þess að málið snýst ekki um kaup og kjör launafólks.

Allir þessir aðilar virðast allir vera hæst ánægðir með núverandi ákvæði og vilja ekki breytingu en aðeins Útvarp Saga er eins og eyja í hafi andmælenda, en hún ein vill hreinlega leggja niður þetta ákvæði og til vara, styðja breytinguna á ákvæðinu sem þrengir það.

Nú er það svo að málfrelsi er fyrir alla, ekki bara minnihlutahópa og hagsmunahópa. Það er því varúðarvert að hlaupa eftir ummælum hagsmunaaðila en ekki horfa á allt þjóðfélagið í heild. Það er nú svo að tjáningarfrelsið er tryggt í stjórnarskrá Íslands og því ber að fara afar varlega í öllum breytingum eða frekari skorðum á málfrelsi einstaklinganna. Hér er eins og ítrekað hefur verið, um grundvallarrétt í vestrænum samfélögum og þau myndu fljótt falla ef einstaklingarnir og aðrir fengu ekki að tjá sig frjálslega.

Nú eru Bandaríkin forysturíki hins vestræna heims og hafa verið það síðan í síðari heimsstyrjöld; oft kallað land hinna frjálsu og með því er m.a. átt við að frjálsborna menn geti hagað sér og tjáð sig frjálslega. En hvernig er málum þar háttað?

Tjáningarfrelsið í Bandaríkjunum

Í Bandaríkjunum hefur enginn rétt til að nota ,,baráttuorð“ (fighting words) - þ.e.a.s. orð sem eru sögð í eigin persónu gagnvart öðrum og teljast vera móðgun eða ögrun og eru líkleg til að leiða til ofbeldis; slík orð eru refsiverð.

En þetta ákvæði felur ekki í sér pólitíska yfirlýsingar sem móðga aðra og hvetur þá til ofbeldis. Til dæmis er ekki hægt að þagga niður í baráttufólk fyrir borgaraleg réttindi eða mótmælendur gegn fóstureyðingu bara vegna þess að gangandi vegfarendur bregðast við með ofbeldi.

Hins vegar, samkvæmt fyrstu breytingu á stjórnarskrá Bandaríkjanna, hafa einstaklingar fullan rétt til máls sem hlustandi kann að vera ósammála í ræðu sem er bæði er móðgandi og hatursfull. Með öðrum orðum eru mörkin sett við málflutning sem hvetur eða leiðir til ofbeldis.

Það eru sem sagt ekki til nein lög í Bandaríkjunum sem gera ,,hatursorðræðu“ ólöglega. Það eru hins vegar til lög gegn hatursglæpi.

Hatursglæpur kallast það þegar einhver framkvæmir verknað sem þegar telst vera glæpur, og hvöt hans er að hluta til byggð á hatri á fórnarlambinu sem er meðlimur í tilteknum hópi. Ef það er raunin, myndi hinn stefndi – ef sekur telst - taka dóm fyrir upprunalega glæpinn með viðbótar refsingu vegna þess að hatrið var hvötin. Það er að segja að hinn dæmi, tæki út refsingu vegna hins upprunulegan glæp en aukarefsing myndi bætast við vegna þess að hatrið er undirliggjandi orsök glæpsins.

Það er þarna sem misskilningurinn kemur fram hjá flestum. Ein af leiðum saksóknara til að sannfæra kviðdóm um undirliggjandi hvöt hins stefnda væri hatur er ef hinn stefndi segði ljót orð eða með öðrum orðum viðhefði hatursfull orð á meðan ofbeldinu stendur.

Sem dæmi má nefna ef einhver berði einhvern og segði ,,láttu mig fá þessa grænu skó“, það er árás og jafnvel tilraun til ráns. Hins vegar, ef einhver berði einhvern á meðan hann segði ,,þú átt skilið að vera barinn fyrir að vera hommi“, það myndi teljast vera hatursglæpur.

Þannig að haturorðræða getur verið hluti af ákæru sem aukaglæpur, en haturorðræða í sjálfu sér er ekki ólögleg.

Íslensk stjórnvöld mættu taka mið af þessum tjáningarfrelsismörkum sem eru sett í Bandaríkjunum og leyfa fólki að tjá sig frjálslega. Alltaf er sá möguleiki fyrir hendi hjá einstaklingnum að bregðast við áfrýjunarorð með lögsókn í einkamáli.