Greinar | 22.January

Íslenskir sjónvarpsþættir uppfullir af áróðri nýmarxisma?


https://cms.skinna.is/=empty/fs/download/?fs_session=fs_855fdaf9d575e2f4614112e26405de2e&fs_id=44Huginn skrifar:

Svo virðist vera þegar horft er á íslenskt sjónvarpsefni. Það er reyndar af skornum skammti en það litla sem er framleitt er skandinavískt vandamálaefni sem er í gervi sakamálaþáttaraða.

Þáttaröðin Ófærð er gott dæmi um þetta en höfundur efnisins virðist taka allar klisjur sem til eru og treður þeim inn í eina sakamálaröð. Niðurstaðan eða klisjurnar er að öll fyrirtæki séu vond og allir stjórnmálamenn eru slæmir. Bændur eru enn á móti framförum og stunda skemmdaverkastarfsemi.

Allir minnihlutahópar eru dregnir fram og ef þeir eru ekki til á Íslandi, er einn fulltrúi hvers hóps dreginn inn í þáttaröðina, væntanlega til að vera vænlegra sjónvarpsefni fyrir Evrópumarkaðinn og jafnvel Ameríkumarkaðinn.

Sjá má til að mynda lesbíur og homma (annar er þeldökkur fyrir erlendan markað). Söguþráðurinn er fráleiddur. Sjá má þetta í Kona fer í stríð, en þar fer kvenskörungurinn í stríð við vondu stóriðjuna og stundar aðgerðir í anda antifa, sem er að beita ofbeldi gagnvart fyrirtæki í stað hóps.

Þetta er besta leiðin til að fá fólk til að fylgja ákveðnum pólitískum viðhorfum, að það samsamar sig við hina nýrmarxísku söguhetju og taka upp hugmyndir hennar ómeðvitað.