Látlausar árásir RÚV og annarra fjölmiðla á Útlendingastofnun ólíðandi?

Óhætt er að segja að ofangreind stofnun, Útlendingastofnun, vinnur hvað vanþakklátustu störf samfélagsins í dag.  Útlendingastofnun starfar samkvæmt íslenskum lögum og undir valdi íslenskra stjórnvalda.  Stofnunin á í samstarfi við marga aðila í samfélaginu, má þar nefna, dómsmálaráðuneyti, sem fer með umsjónarvald yfir stofnunina, Fjölmenningarsetur, Ríkislögreglustjóra, Lögreglu, Vinnumálastofnun, Utanríkisráðuneyti og Rauða kross Íslands, svo einhverjir aðilar séu nefndir.

Mikið hefur verið deilt á stofnunina síðastliðin ár, en málefni hennar hefur verið á dagskrá fjölmiðla nánast daglega í mörg ár, enda engin furða vegna gegndarlausar aðsóknar útlendinga í veru og dvalar hér á landi.

Ekki verður séð annað en að starfsmenn stofnuninnar vandi störf sín eftir bestu getu, enda vita þeir að þeir geti átt von á flóði vandlætinaorða fjölmiðla eins og RÚV, Fréttablaðsins og Morgunblaðsins og netfjölmiðla þeirra ruv.is, visir.is og mbl.is. ef þeir gera mistök. 

Að sjálfsögðu eru ákvaðanir þeirra misgóðar og finna má að hinu og þessu en þeir sem falla undir stjórnsýslusvið þeirra, útlendingarnir sjálfir, geta alltaf áfrýjað málum sínum til kærunefndar útlendingamála og fengið leiðréttingu mála sinna. Það er ekki svo eins og þeir eru algjörlega réttindalausir.

Helsta vandamálið varðandi þessa stofnun er ef til vill þessar gegndarlausu árásir fjölmiðla á störf stofnuninnar og sá rýrður sem er varpaður á góð störf hennar upp á nánast hvern einasta dag.  Þetta er ekki forsvaranlegt til lengdar þegar tillit er tekið til eins og áður sagði, að stofnunin vinnur efitr íslenskum lögum og undir eftirliti stjórnvalda og miklu aðhaldi fjölmiðla. 

Fjölmiðlar þurfa að líta í eigin barm, hætta að ala á æsifréttamennsku og tilfinningasemi. 

Tökum hér tvö nýleg dæmi um óvandaðan fréttaflutning.  Ungur maður frá Marokkós kom hingað til lands undir fölskum merkjum og skilríkjalaus og hefur nú verið vísað réttilega úr landi.  Ætla mætti af fréttaflutningi að maðurinn hafi veirð beittur órétti af hálfu útlendingastofnuninnar en svo reynist ekki vera. Staðfest hefur að hann er 22 ára gamall og frá Marokkó en ekki ólögráða ungmenni eins og hann hélt fram. Hann braut ítrekað íslensk lög og enda það mál eftir langa tíma og armæðu innan réttarkerfisins með því að hann var settur í fangelsi. Þar komst hann upp á kant við samfanga sína. Nú krefjast fjölmiðlar að hann fái að vera lengur í landinu vegna þess að mál hans sé ekki lokið en vita samt sem áður að hann getur rekið mál sitt erlendis og létt er að kalla hann til vitnatöku þegar að því kemur.

Annað dæmi um offarir fjölmiðla er mál albanskra hjóna með 10 mánaða gamalt barn. Eftir mikla rannsókn og yfirlegu var ákveðið að vísa þeim úr landi. Málið var stillt þannig upp í fjölmiðlum að barninu væri einu vísað úr landi! Eins og 10 mánaða gamalt barn hafi tekið upp á eigið eins dæmi að koma hingað til lands ólöglega og verið sé að vísa því úr landi því einu. Svo er reyndar ekki. Öllum má vera ljóst að hér er um að ræða svokallaða ,,efnahagsflóttamenn“ og þeir koma frá öruggu landi úr Evrópu sem tryggir bæði pólitísk réttindi borgara sinna og mannréttindi almennt. Engin hungursneyð er í Albaníu eða stríð og þetta ágæta fólk er hér á röngum forsendum og ólöglega.

Er ekki tími til kominn að fjölmiðlamenn fari að líta í eigin barm og íhuga hvaða hagsmuni þeir eru að vernda? Þeir eiga reyndar ekki að verja einhverja ímyndaða hagsmuni, því að hinn útópíski fjölmiðill ætti að vera frjáls og óháður og umfram allt hlutlaus. Vanda verður orðalag og varast skal gildihlaðin og tilfinningaþrungin orð sem þröngvað er  upp á neytendur fjölmiðla óumbeðið.

Lesendur, áhorfendur og hlustendur ættu að geta gengið að vísu að vönduðum fréttaflutningi án þess að þurfa í sífellu að tortryggja tilganginn með umræmdum fréttaflutningi. Það eru ekki allir kjánar í okkar ágæta samfélagi og margir sjá í gegnum skollaleikinn og vantreysta íslenskum fjölmiðlum. Flytjið fréttir en ekki skoðanir.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR