Greinar | 24.March

Málfrelsi er ekki bara að geta sagt hvað þú vilt segja, það er að heyra líka hvað þú vilt ekki heyra

Huginn skrifar:

Trump forseti hefur undirritað forsetatilskipun til að vernda málfrelsi á háskólasvæðum og -stofnunum. Óhætt er að fullyrða að Huginn tekur allshugar undir þessa aðgerð Bandaríkjaforseta og mætti jafnvel huga að slíkum lögum fyrir íslenska háskóla í ljósi þess að vegið var að tjáningarfrelsi háskólakennara við Háskólann í Reykjavík.

En það er sannarlega sorglegt að það þurfi að koma til þessa. Það var á fimmtudaginn sem Donald Trump undirritaði forsetatilskipun sem ætlað er að vernda og efla málfrelsi á háskólasvæðum – og hann hótað að draga alríkis-rannsóknarstyrki til baka ef háskólar virða ekki málfrelsi! Að hugsa sér, æðsta menntastofnun hverjar þjóðar líður ekki að allir fái að tjá skoðanir sínar.

Aðförin að akademísku málfrelsi nær ekki bara til Bandaríkjanna og Íslands; nú voru að berast fréttir að kanadíski fræði- og háskólamaðurinn Jordan Peterson, fær ekki aðgang að hinni virtu menntastofnun Cambrigde, en upphaflega var búið að gefa grænt ljós á komu hans og dvöl í tvo mánuði. Það voru aðallega forsvarsmenn nemenda sem stóðu fastast gegn og kvörtuðu hæst, sem olli því að stjórn skólans gaf eftir og afturkallaði rannsóknarleyfi Jordan Peterson. Það er svipað og gerðist hjá Háskóla Reykjavíkur, háskólastjórnin kiknaði í hnjánum í orrahríðinni sem geisaði á ljósvakamiðlunum og vísaði kennarann úr starfi.

Skemmst er að minnast annan ræðumann, Milo Yiannopoulos, sem er samkynhneigður íhaldsmaður en hann notar kaldhæðni og grín til stinga á kýli þjóðfélagsins, en ætlunin var að hann myndi halda ræðu við UC Berkeley háskólann fyrir tveimur árum. Honum var mætt með ofbeldisaðgerðum, bæði utan og innan ræðusal. Þetta kom frá sama fólki sem segist vera málsvarar umburðarlyndis, friðar og kærleika og það i UC Berkeley? Þetta háskólasvæði var þekkt fyrir að vera heimili málfrelsis, sérstaklega pólitískra mála, en nú eru stjórnendur og vinstri nemendur orðnir svo viðkvæmir að þeir skýla nemendum sínum frá málfrelsi. Kaldhæðnislegt er það ekki?

Þriðji íhaldsmaðurinn, nú Ben Sharpiro, sem er gyðingur, heldur aldrei ræður á háskólasvæðum nema vera umkringdur lífvörðum. Meira segja hérna á Íslandi lenti aðgerðasinninn Robert Spencer, sem er vinsæll ræðumaður, í að reynt var að koma í veg fyrir fund hans og fámennur hópur róttæklinga mótmælti fyrir utan hótelið þar sem hann hélt ræðu.

Donald Trump sagði: ,,Undir yfirskini ræðukóða, öruggs rýmis og undirrótarviðvörunar (trigger warning) hafa þessi háskólar reynt að takmarka frjálsa hugsun, komið á heildar samhæfingu og þaggað í röddum frábæra ungra Bandaríkjamanna eins og þeirra sem eru saman komnir hér í dag“.

Þetta ástand ætti ekki að þurfa að vera svona. Háskólakennarar og skólastjórnendur þeirra ættu ekki að vera svona brothættir, svo viðkvæmir, svo þröngsýnir að forsetatilskipun eða lögum séu komið á, til að stöðva vitleysuna. Hvernig komumst vestræn samfélög hingað? Það hefur alltaf verið frjálslyndar, íhaldssamar og samkeppnishæfar hugmyndir á vesturlöndum - það er hluti af því sem gerir þessi þjóðfélög svo stórkostleg.

Hinn róttæki sem vill ekki heyra hvað aðrir hafa að segja, ætti að vita að málfrelsi er ekki bara hvað hann vilt segja, það er að heyra líka hvað hann vilt ekki heyra og það felur einnig í sér að umbera íhaldssamar skoðanir.

Og ekki má gleyma, að það neyðir enginn þessa nemendur til að fara að hlusta á þessa íhaldssömu ræðumenn. Það kostar þá ekki neitt. Þeir eru ekki að tapa háskólaeiningar eða lækka einkunn sína með því að fara ekki. Svo má ekki gleyma að íhaldssinnaðir nemendur þurfa að hlusta á frjálslyndissorp frá prófessorum á hverjum degi og já, þeir eru tilneyddir til að vera þarna þrátt fyrir það! Þeir sjálfir, háskólakennarnir, eru mótaðir á ákveðinn hátt af fræðigreinum sínum og oft frá þröngu sjónarhorni og þeirra sjónarmið eða skoðanir endurspegla ekki endilega þjóðfélagið í heild sinni.

Munum að það fyrsta sem fer, þegar einræði hópsins eða einstaklings kemst á, þá er það tjáningarfrelsið sem fer. Við þá sem þola ekki orðræðu andstæðingsins og hér eru orðum sérstaklega beint að róttækum háskólanemum: Reynið að þroskast og koma ykkur upp harðari skráp. Þið gætir lært eitthvað sem er eitthvers meira virði en það sem prófessorinn getur kennt ykkur.

Annað sem vert er að hafa í huga er að í gegnum lífstíðina, munt hinn rótttæki sem vill hefta málfrelsið heyra ýmislegt frá fólk sem hann hugsanlega líkar ekki við, og það bara eins gott fyrir hann að venjast því strax í háskóla. Hinn róttæki sem ert á móti málfrelsi, getur haft í huga að hann ert ekkert sérstakur og lífið snýst ekki bara um hann og hans þarfir og skoðanir. Og ef hann getur ekki verið í kringum fólk sem honum líkar ekki að segi hluti sem honum líkar ekki við, þá hefur hann engan rétt til að skapa fjöldaóreiðu og beitt fólk ofbeldi vegna þess að hann heldur að orðin meiði. Tjáningarfrelsið á að stoppa við ofbeldi.