Greinar | 03.April

Sagan endalausa

Huginn skrifar:

Þegar kalda stríðinu lauk, fóru margir fram úr sér og töluðu um að sagan væri á enda og allt yrði gott hér eftir. Lýðræðisöflin hefði bæði sigrað kommúnisma og fasisma og lýðræði og markaðskerfið myndu nú taka við og tíðindalaus framundan.

Sagan síðan kalda stríðinu lauk 1991 hefur sannað annað. Aðrar hættur hafa koma fram og aðrir óvinir. Kínverjar virðast nú allt í einu ógna heimsfriðinum, a.m.k. í Asíu og róttæk öfl boða heimsyfirráð íslams í krafti gríðarlegrar fjölgunar múslíma síðastliðin hundrað ár.

Nýjar hættur steðja að mannkyninu, sem er hnattræn hlýðnun og útrýming dýra og plantna. Einhvern hluta vegna hefur hnattræn hlýðnum fengið meiri athygli enda beinist það bein að afkomu og lífsafkomu mannkyns en minna um útrýmingu dýra, sem munu aldrei koma aftur ef þau hverfa. Mannkynið getur alltaf snúið við blaðinu varðandi loftslagsmál, hreinlega með því að breyta um hegðun og náttúran mun jafna sig á nokkrum áratugum. Loftslagið hefur hvort sem er alltaf rokkað til og frá, skiptst á hlýinda- og kuldaskeið.

Heimurinn verður óneitanlega snauðari án dýranna. Þetta er hinn mesti harmleikur nútímans. Einhver líkti mannkyninu við krabbamein sem hefur breitt úr sér eins og illkynjað æxli síðastliðin tvo hundruð ár og mannvonska mannkyns eigi sér hvergi hliðstæðu í náttúrunni. Það er rétt að lögmálið að éta og vera étinn gildir í náttúrunni en maður toppar allar skepnur í skepnuskap sínu og eirir engu, allt þarf að lúta viljan hans og heilu fjöllin, fljótin, vötnin, plöntuflóra og dýralíf þurfa að lúta vilja mannsins og oft útrýmingu vegna ágangs mannkyns.

Mannkynið þarf að læra af mistökum sögunnar og þar eru Íslendingar engin undantekning. Íslendingar þurfa að draga lærdóm af sögu mannsins síðastliðin tvo hundruð ár en nú virðist söguþjóðin stefna í að vera sögulaus þjóð sem hefur litla vitneskju um eigin sögu. Saga er ekki lengur kennd sem sjálfstætt fag í grunnskóla, ekki fyrr en á unglingastigi og þar er alltof litlum tíma lagt undir sögukennslu. Og ástandið er verra í framhaldskólanum, eftir að hann var styttur í þriggja ára nám. Námið þar er nú í skötulíki.

Við erum því dæmd til að endurtaka mistök fyrri kynslóða, því að þó að fáeinir læri sögu og eru meðvitaðir, þá er meirihlutinn fáfróður og það er hann sem ræður ferðinni í þjóðfélagsþróun næstu missera. Guð hjálpi Ísland þegar tölvuleikjakynslóðin tekur við völdum, komin á fullorðinsár.