Greinar | 06.April

Utanríkisstefna Íslands herfileg mistök

Huginn skrifar:

Viðskiptabann ESB og Bandaríkjanna á Rússland hefur haft mjög neikvæð áhrif á íslenskt atvinnulíf en ætla má að íslensk fyrirtæki í sjávarútvegi og landbúnaði verði af um milljarða króna tekjum á ári vegna stuðnings stjórnvalda við það.

Viðskiptabannið kom til vegna ágangs Rússa í Úkraínu og innlimum Krímskaga i Rússland. Ákvörðun Íslands um þátttöku í aðgerðunum er tekin í því ljósi. Áhrif á vöruútflutning þeirra þjóða sem styðja bannið hafa verið hlutfallslega mest á Íslandi.

Viðskiptabanninu, sem snýr að banni á vopnaviðskiptum og fjármögnun fjármálastofnana í Rússlandi, hafa Rússar svarað með því að banna innflutning matvæla og þar á meðal frá Íslandi. Færeyingar nýttu sér tækifærið og skarðið sem myndaðist við fráfall Íslands á Rússlands markað og hófu þeir stórsókn með lax og makríl.

Svo virðist vera sem aðrar Evrópuþjóðir taki ekki mikið mark á þessu viðskiptastríði og eru Þjóðverjar þar fremst í flokki. Þeir kaupa ógrynni magn af gasi frá Rússlandi og nýlega var opnuð bílaverksmiðja þar í landi en þar eru lúxussbifreiðar Mercedes Benz smíðaðar í stórum stíl.

Guðlaugur Þór Þórðarson virðist ekki valda starf sínu sem utanríkisráðherra og ákvarðana fælni virðist há honum á háu stigi. Hann þorði ekki að taka hagsmuni Íslands fram yfir hagsmuni Evrópusambandsins, sem það er þó tæknilega séð ekki hluti af. Afleiðingin er milljarða tap árlega fyrir íslenskan sjávarútveg og landbúnað.

En það er ekki bara á sviði viðskipta sem þorleysis er algjört, heldur virðist það kristallast í nýjasta málinu og það hinn illræmdi orkupakki 3 sem virðist ætla að draga dilk á eftir sér. Íslendingar hafa ótvírætt neitunarvald í orkumálum sínum, þótt EES samningurinn hafi ekki sérstaklega tekið á þessum málaflokki.Orkan er auðlind Íslands, líkt og fiskurinn í sjónum og búpeningurinn í landinu og Ísland er ennþá fullvalda ríki sem hefur fullt forræði yfir innri málefnum ríkisins.

Það kemur fram í máli Frosta Sigurjónssonar í útvarpsviðtali á Útvarpi Sögu, sem er félagsmaður í samtökunum Okkar orka, að ,,Það hefur engar afleiðingar fyrir Ísland verði orkupakka þrjú hafnað af stjórnvöldum. Hann segir jafnframt að ,,allt tal um að höfnun orkupakkans geti haft alvarlegar afleiðingar séu eintómur hræðsluáróður ” hvað er það sem fólk óttast? að EES samningnum verði sagt upp? , það gerist ekki, það er nánast óframkvæmanlegt vegna þess að hvert einasta Evrópusambandsríki getur beitt neitunarvaldi þegar kemur að því, þau þurfa þá öll að verða sammála“, segir Frosti.“