Innlent | 22.March

Baráttan um tjáningarfrelsið heldur áfram: Útvarp Saga ver málfrelsið

Útvarp sSaga sem einn helsti málssvari tjáningarfrelsis á Íslandi og hefur mátt þola árásir og ofsóknir vinstri manna, hefur gert athugasemdir við frumvarp til laga um breytingu á almennum hegningalögum sem er þrengingarákvæði um hatursorðræðu. Í stuttu máli sagt, finnst forsvarsmönnum útvarpsstöðvarinnar ekki nógu langt gengið.

En í umsögn Útvarps Sögu segir að stöðin sé ,,sammála ákvæðum frumvarps til laga um breytingar á almennum hegningarlögum sem felur í sér þrengingu ákvæðis 233 gr. a, um hatursorðræðu og telur að þrenging ákvæðisins sé skref í rétta átt og til þess að vernda borgarana fyrir valdníðslu. Útvarp Saga telur hinsvegar að ákvæði 233. gr. a eigi ekki rétt á sér og ætti að afnema úr lögum. Þar eru nokkrir hópar teknir út sem eiga að njóta sérstakrar réttarverndar og kallaðir minnihlutahópar. Aðrir hópar fólks sem ekki eru nefndir í umræddu ákvæði njóta ekki þeirrar réttarverndar eins og þeir sem pólitísk hafa verið valdir sem minnihlutahópar. Slík mismunun í lögum gengur gegn þeirri meginreglu að allir séu jafnir fyrir lögum.

Það sem forsvarsmenn Útvarps sögu eru að segja er að jafnræðisreglan sé brotinn.

Hér koma orðréttar tilvitnanir í athugasemdir stöðvarinnar:

,,Grundvöllur mannréttinda er byggður á jöfnum rétti allra til frelsis og til varnar þegnum hvers ríkis gagnvart valdníðslu stjórnvalda eða valdhafa. Tjáningarfrelsi er varið í 73. gr. stjórnarskrá Íslands nr. 33/1944 en þar segir meðal annars að allir séu frjálsir skoðana sinna og sannfæringar. Hver maður eigi rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en verði að ábyrgjast þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar sambærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi má aldrei í lög leiða.

Það er mat Útvarps Sögu að núverandi lagagrein 233a í alm.hgl. 19/1940, hafi leitt til þess að færa íslenskum stjórnvöldum óeðlilega mikið vald til þess að ráðast að ákveðnum einstaklingum og lögaðilum sem hafa ekki verið stjórnvöldum að skapi. Verður ekki betur séð að þær ákvarðanir séu byggðar á pólitískum hvötum og þeirri þörf að þagga niður í ákveðnum þjóðfélagshópum eftir geðþótta íslenskra stjórnvalda á hverjum tíma. Slíkt verklag sem Útvarp Saga hefur mátt þola af hálfu íslenskra stjórnvalda og orðið vitni að á ekkert skylt við mannréttindavernd heldur er fremur í ætt við ofsafengna þörf til þess að beita valdníðslu í skjóli núverandi ákvæða 233 gr. a, í alm. hgl. 19/1940.

Það er því eindregin áskorun Útvarp Sögu að Alþingi beiti sér fyrir því að umrædd ákvæði 233.gr. a, alm. hgl. nr.19/1940 verði afnumin til þess að koma í veg fyrir misnotkun valdhafa á valdi sínu en þrenging á ákvæðinu eins og fram kemur í fyrirliggjandi frumvarpi er til bóta.“