Innlent | 01.November

Borgarstjóri neitar ábyrgð og afsögn

Borgarstjóri Reykjavíkur, Dagur B. Eggertsson, kom nýverið úr veikindaleyfi en hann hefur verið frá störfum borgastjóra í nokkrar vikur. Rætt var við hann um braggamálið svokallaða í viðtali við Þórð Snæ Júlíusson, ritstjóra Kjarnans í viðtalsþættinum 21 á Hringbraut. Hann hefur því ekki fyrr svarað um ábyrgð sína í málinu.

Í viðtalinu neitaði hann allri ábyrgð á málinu og kallaði það pólitíska aðför. Hann vildi bíða eftir að öll kurl komi til grafar þótt bent hefur verið á af hálfu forvígismans stjórnarandstöðunnar, Eyþórs Arnalds í Sjálfstæðisflokknum, að öll gögn hafi komið á borð borgarstjóra og skrifstofan sem bar ábyrgð á málinu heyrði beint undir hann. Ábyrgðin sé hans, hvort sem hann hafi lesið gögnin eða ekki.