Innlent | 21.March

Breyting á lögum um tjáningarfrelsið

Frumvarp er í vinnslu um breytingu á ákvæði um tjáningarfrelsi. Frumvarpið er lagt fram af Sigríði Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra. Sigríður hefur sagt að með frumvarpinu verði það áréttað að það sé ekki nóg að ummæli séu vitleysisleg heldur þurfi þau líka að kynda undir ofbeldi og hatri á manni eða mönnum.

Ekki eru allir sáttir við frumvarpið og alls hafa tólf umsagnir borist og flestar úr vinstri ranni stjórnmálanna. Ekki kemur á óvart að Eyrún Eyþórsdóttir, betur þekkt sem haturorðalögregla, og varaþingmaður brást illa við og sagði sig úr VG.

Til stendur að breyta hinni umdeildu grein hegningarlaganna númer 233 a.

Með frumvarpinu umrædda er lagt til að við 233. greinina a. bætist „enda sé háttsemin til þess fallin að hvetja til eða kynda undir hatri, ofbeldi eða mismunun“.

Ákvæðið mun þannig hljóma í heild sinni: „Hver sem opinberlega hæðist að, rógber, smánar eða ógnar manni eða hópi manna með ummælum eða annars konar tjáningu, svo sem með myndum eða táknum, vegna þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða, kynhneigðar eða kynvitundar, eða breiðir slíkt út, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum enda sé háttsemin til þess fallin að hvetja til eða kynda undir hatri, ofbeldi eða mismunun.“

Útvarpsstjóri Útvarps Sögu fagnar frumvarpinu og segir það skref í rétta átt og „til þess að vernda borgarana fyrir valdníðslu“.

Ætla má breytingin verndar fólks sem lætur hafa eftir sér heimskuleg ummæli, sem það lætur oft út úr sér, til dæmis á fylleríi eða vegna geðshræringar, falli dauð niður og ekki tekin alvarleg.