Innlent | 31.October

Enn einn fáránleiki EES: Ísland framleiðir 29 prósent rafmagns með kjarnorku!

Margir eru farnir að hafa miklar efasemdir um samninginn um Evrópska efnahagssvæðið (EES) enda er hann sífellt að reynast Íslendingum þyngri í skauti. Ekki er deilt um að það var fyrst og fremst EES sem olli hruninu hér á landi en samningurinn gerði það að verkum að bankakerfið gat vaxið eins og raunin varð hér. EES samningurinn er sífellt að taka til sín meira af sjálfstæði og fullveldi Íslands og færa það í hendurnar á skriffinnum í Brussel. Um þessar mundir virðast þeir sem hlynntir eru inngöngu okkar í ESB glíma við það að finna leið til að sætta Íslendinga við svo kallaðan þriðja orkupakka ESB. Sá orkupakki mun hækka raforkuverð hér á landi og færa allt vald í málefnum orkuframleiðslu til Brussel. Skinna.is hefur fjallað um einn anga EES sem skordýrafræðingur hér á landi hefur kallað „tilræði við íslenska náttúru“ en það er óheftur innflutningur á mold erlendis frá sem full er af framandi skordýrum. Umræða um þetta mál hefur verið í Noregi undanfarið en þar eru menn að vakna upp við vondan draum vegna stórfjölgunar á nýjum skordýrum í náttúrunni í Noregi.

Ísland þarf að losna við 16.7 tonn af geislavirkum úrgangi

Undanfarið hefur fjölmiðillinn Bændablaðið vakið athygli á enn einum fáránleika samningsins um evrópska efnahagssvæðið. Það eru svo kölluð hreinleikavottorð. Þessi vottorð ganga út á það að heimilt er, samkvæmt reglum EES/ESB, að falsa uppruna framleiðslu á orku. Málið er þannig vaxið að Landsvirkjum og önnur orkufyrirtæki geta selt rafmagnsframleiðendum í Evrópu vottorð um að þeir framleiði rafmagn með vatnsaflsvirkjunum þó þau geri það sannanlega ekki. Í staðin tekur Landsvirkjun á sig að segjast framleiða þau prósent sem hún seldi af rafmagnsframleiðslu sinni. Selji Landsvirkjun orkuframleiðenda í Evrópu sem framleiðir rafmagn með kjarnorku til dæmis 10% af uppruna íslenskrar orku tekur Landsvirkjun á sig að segjast framleiða 10% af rafmagninu með kjarnorku en kjarnorkuverið fær á mót að segjast framleiða 10% með vatnsafli. Samkvæmt þessu hefur fallið til 16.74 tonn af geislavirkum úrgangi hér á landi við þessa framleiðslu!

Á Íslandi framleiðum við bara 13% orku með vatnsafli

Samkvæmt umfjöllun Bændablaðsins er nú svo komið að Íslendingar framleiða einungis 13% raforku hér á landi með vatnsafli, restin er framleidd með olíu og gasi (58%) og kjarnorku (29%). Þetta eru ótrúlegir loftfimleikar með tölur og peninga sem engu skila í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. En eins og áður segir er leyfi til þessarar fölsunar í reglum Evrópusambandsins. Blaðið hefur vakið athygli stjórnmálamanna og stjórnvalda á málinu og spurst fyrir um það en svo virðist sem stjórnmálamenn séu algjörlega fáfróðir um málið og segjast margir mjög hissa. Ef til vill sýnir þetta mál hversu íslenskir stjórnmálamenn eru grandalausir og fáfróðir um óskosti EES samningsins og jafnvel hvernig íslensk stjórnsýsla er algjörlega undirgefin og ráðalaus gagnvart EES samningnum.

Engin flokkur á þingi hefur á stefnuskrá sinni úrsögn úr EES

Engin flokkanna á þingi hefur úrsögn eða endurskoðun á EES á sinni stefnuskrá. Þvert á móti hafa flestir þeirra lýst yfir að aldrei verði gengið úr EES. Margir hafa þá skoðun að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið hafi verið þröngvað upp á þjóðina á sínum tíma af ríkisstjórn Alþýðuflokks (nú Samfylking) og Sjálfstæðisflokknum en hátt í 30 þúsund kjósendur skrifuðu undir bænaskjal til forseta Íslands sem þá var Vigdís Finnbogadóttir og óskuðu eftir að hún myndi skjóta málinu til þjóðarinnar en hún varð ekki við því. Einn stjórnmálaflokkur utan þings hefur reyndar á stefnuskrá sinni úrsögn úr EES. Það er Íslenska þjóðfylkingin en sá flokkur hefur ekki enn náð árangi í kosningum.