Innlent | 18.March

Framámönnum blöskrar framkoma hælisleitenda og sóðaskapinn á Austurvelli

Halldórs Blöndal, fyrrverandi forseti Alþingis átti leið um Austurvöll um helgina og blöskraði að styttan af Jóni Sigurðssyni væri skreytt áróðursskilti og minning hans þannig svert. Hann skammaðist út í sóðaskapinn og framkoma hælisleitenda sem hann telur einkennast af frekju og þeir væru að misbjóða gestrisni og kurteisi Íslendinga.

Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins, er sagður ganga nokkrum skrefum lengra og kvartar yfir skort á hreinlæti og hann er ekki hrifinn af þessum mótmælum. Öfgavinstrimenn svöruðu fyrir sig með því að að kalla Björn „fasisti“ og öfga-hægrimaður“.

Enn einn framámaðurinn, Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórnmálafræðiprófessor, segir mótmælendurna eiga ekkert erindi hingað, viðhafi það slíka framkomu sem það sýnir og hann segir í fjölmiðlnum Eyjan:

„Þessi ljósmynd verður Degi borgarstjóra ætíð til háðungar og stórkostlegrar skammar. Hælisleitendurnir, sem hann bauð afnot af Austurvelli til að mótmæla (og tjalda!), þakka fyrir sig með því að smána leiðtoga sjálfstæðisbaráttunnar, Jón Sigurðsson. Ég vil ekki veita fólki, sem ber ekki virðingu fyrir þjóðararfi okkar og umhverfi, heldur sóðar allt út, hæli. Það á ekki erindi hingað.“

Í svipaðan streng tekur Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins og dregur í efa þann slæma aðbúnað hælisleitenda sem kvartað sé undan. Athygli vekur að mótmælendur njóta fullan stuðning meirhlutastjórn borgaryfirvalda um helgina og fengu leyfi til að reista stórt tjald á Austurvelli þar sem sumir gistu næturlangt.

Nýjasta útspilið í darraðadansinum á Austurvelli er að stjórnmálahreyfingin Frelsisflokkurinn hefur sótt um leyfi til að reisa tjald á Austurvelli. Frelsisflokkurinn hefur sent erindi til Reykjavíkurborgar þar sem flokkurinn óskar eftir að fá að reisa tjald á Austurvelli.

Í frétt Útvarps sögu segir: ,,Í umsókn sinni segist flokkurinn þó vera almennt á móti því að tjöld séu reist á Austurvelli sem sé heilagur staður ” en þar sem Reykjavíkurborg hefur þegar gefið leyfi til eins aðila fyrir mun stærra tjaldi þarna sem er búið að standa þarna í 5 sólarhringa þá sækjum við um þetta núna til mótvægis við samtökin No Borders og hóp erlendra hælisleitenda sem þarna eru núna og hafa búið um sig með leyfi borgaryfirvalda.Við væntum þess að fljótt og vel verði brugðist við erindi okkar og okkur sem frjálsum félagasamtökum og íslenskum ríkisborgurum leyft að reisa okkar tjaldbúðir þarna til jafns við aðra nú þegar.”,segir í umsókninni.“