Innlent | 02.January

Fréttaskýring: Ríkisborgarréttur veittur á færibandi hjá Alþingi

Samkvæmt frétt RÚV vill Sigríður Andersen dómsmálaráðherra breyta því fyrirkomulagi að Alþingi veiti ríkisborgararétt við lok hvers þings líkt og tíðkast hefur. Nýlega hefur Alþingi gert viðarmiklar breytinga á lagabáknum um útlendinga en í honum hafa réttindi útlendinga aukist til muna.

Til þess að öðlast ríkisborgararétt þarf umsækjandinn að uppfylla tvö meginskilyrði. Hið fyrsta er búsetuskilyrði en hann þarf að hafa átt lögheimili á Íslandi í 7 ár sem telst vera stuttur tími í samanburði við nágrannalöndin en þar eru lögin strangari hvað þetta varðar.

Hið síðara eru svokölluð sérstök skilyrði sem skiptast í nokkra undirflokka. Í fyrsta lagi þarf umsækjandinn sanna sig með auðkenni, það er að hann sé sá sem hann segist vera. Að því uppfylltu þarf hann að fá umsögn tveggja íslenskra ríkisborgara, sem er svipað fyrirkomulag og þegar menn sækja um uppreist æru.

Umsækjandi skal hafa staðist próf í íslensku samkvæmt kröfum Menntamálaráðuneytisins en margar undanþágur eru frá þessu skilyrði. Nýr íslenskur ríkisborgari getur því hafið þátttöku í samfélaginu án grunnþekkingar á íslensku.

Árangurslaust fjárnám, gjaldþrotaskil eða vanskil skattgreiðslna getur tafið fyrir veitingu ríkisborgararéttar í ákveðinn tíma.

Umsækjandi verður að sýna fram á að hann geti framfleytt sér hérlendis og hafi ekki þegið framfærslustyrk frá sveitarfélagi síðastliðin 3 ár.

Geta sótt um ríkisborgararétt þrátt fyrir að hafa framið morð eða logið sig inn í landið

Athygli vekur að ef umsækjandi hefur hlotið sektir og fangelsisrefsingu, þá er hann aldrei útilokaður frá umsókn og að hljóta ríkisborgararétt, alveg sama hversu alvarlegt afbrotið er, sem gæti til dæmis verið morð. Umsækjandi er þá settur í bið sem er allt að 14 árum eftir að refsingu lýkur. Athygli vekur líka að ekki er hægt að svipta fólk ríkisborgararétti, þrátt fyrir að í ljós komi að viðkomandi hafi logið sig inn í landið.

Íslenskur ríkisborgararéttur er veittur á tvennan hátt. Veiting ríkisborgararéttar með lögum og sér Alþingi um það. Alþingi hefur heimild til að veita íslenskan ríkisborgararétt með lögum. Uppfylli umsækjandi ekki skilyrði sem sett eru fyrir veitingu íslensks ríkisborgararéttar í lögum nr. 100/1952 getur hann óskað eftir að umsókn hans verði lögð fyrir Alþingi.

Hins vegar er veiting ríkisborgararéttar með stjórnvaldsákvörðun Útlendingastofnunar eftir umsögn lögreglunnar. Heimild hennar samkvæmt ákvæðum þessa kafla er bundin við þau mál þar sem vafalaust er að umsækjandi uppfylli lögmælt skilyrði. Er Útlendingastofnun þó ávallt heimilt að vísa umsókn um ríkisborgararétt til ákvörðunar Alþingis sem eftir atvikum veitir umsækjanda ríkisborgararétt með lögum.

Það eru afskipti Alþingis sem styr stendur nú um. Sigríður Andersen dómsmálaráðherra er óánægð með afskipti Alþingis sem hún kallar sjálfsafgreiðslu.

„Já ég hef boðað að breyta lögum um ríkisborgararétt þannig að það verði eitthvað svigrúm til að veita mönnum ríkisborgararétt þótt þeir uppfylli ekki alveg þau ströngu skilyrði sem eru reyndar ekki kannski svo ströng, en þau skilyrði sem að eru fyrir því að fá ríkisborgararétt, þannig að þessi mál þurfi ekki að koma í þessa sjálfsafgreiðslu hjá Alþingi ár hvert,“ segir Sigríður í frétt RÚV.