Innlent | 18.July

Góða fólkið fór af hjörum vegna ávarps fulltrúa danska þingsins: Almenningur gaf þinginu langt nef og mætti ekki

Píratar, sem er öfgaflokkur til vinstri í Íslenskum stjórnmálum, sáu sig knúna til að afboða setu sína á hátíðarfundi Alþingis á Þingvöllum í dag. Ástæðan er að fulltrúi danska þingsins er þeim ekki að skapi. Hún heitir Pia Kjærsgaard og er forseti þingsins í Danmörku. Hún er stofnandi Danska þjóðarflokksins sem hefur talað fyrir sjálfstæði Danmerkur, úrsögn úr ESB og talað gegn óheftum innflutningi hælisleitenda. Það eru ekki bara Píratar sem fóru af hjörunum heldur líka þeir sem kallaðir eru í daglegu tali „Góða fólkið,“ fólkið sem talar fyrir opnum landamærum og inngöngu í ESB. Þetta fólk hefur farið hamförum á netinu í dag af reiði.

Fulltrúi danska þingsins hældi Íslendingum og talaði hlýlega um vináttu Dana og Íslendinga í gegnum árin. Miðað við viðbrögð góða fólksins má búast við að ræða hennar verði lúslesinn og snúið úr ýmsu til verri vegar.

Fáir Íslendingar sáu ástæðu til að sýna sig á þessum hátíðarfundi sem endurspeglar ef til vill best það traust sem landinn ber til þingsins. Sennilega hefur traust almennings ekki aukist við þá óvirðingu sem Píratar sýndu þjóðinni, lýðræðinu og Dönum með fjarveru sinni.