Innlent | 17.November

Hátt í 10 milljarðar í beinan kostnað við móttöku hælisleitenda frá 2013

Það sem af er ári hafa um 700 manns sótt um hæli hér á landi og má búast við að sú tala muni hækka áður en árið er úti. Ennþá koma margir frá Albaníu en flestir komu frá Írak eða hátt í 100. Þar á eftir koma flestir frá Pakistan, Sómalíu og Sýrlandi.

Kostnaður skattgreiðenda hefur aukist mikið síðustu ár vegna stefnu stjórnmálaflokkanna á Alþingi, og þá sérstaklega Sjálfstæðisflokks, VG, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar, um að hér skuli landamæri vera opin og ekki skuli farið eftir ákvæðum Dyflinar-reglugerðarinnar.

Þurftu að fá 100 milljónir en fengu 47

Ýmsir hafa verið ósáttir við forgangsröðun stjórnmálamanna í fjármálum ríkisins vegna þessa en stjórnmálamenn hafa ekki séð ástæðu til þess að hafa áhyggjur af sí hækkandi kostnaði vegna stefnunnar um opin landamæri á Íslandi. Það er hins vega annað upp á teningnum þegar kemur að almennri þjónustu við þá sem greiða skatta hér á landi. Þannig mótmælti bæjarstjórn Akureyrar fjárveitingu til reksturs heilbrigðismála á Norðurlandi á síðasta ári en Alþingi skammtaði í þann málaflokk 47 milljónum en málaflokkurinn hefði þurft að minnsta kosti 100 milljónir.

Greiða hátt í 60 til 100 milljónir í sjálfviljuga heimför hælisleitenda

Í þessu samhengi má benda á að áætla má að samningur sem gerður hefur verið við Útlendingastofnun vegna Alþjóða fólksflutningastofnunarinnar um aðstoð við sjálfviljuga heimför hælisleitenda gæti kostað íslenska skattgreiðendur allt upp í 100 miljónir á ári.

1,2 milljarðar ekki til í viðhald innanlandsflugvalla

Nokkur umfjöllun hefur undanfarið verið um innanlandsflugvelli og það óöryggi sem víða ríkir vegna skorts á fjármagni til viðhalds þeirra en einnig um öryggi þeirra sem þjóna eiga sem varaflugvellir fyrir alþjóðaflug. Fram hefur komið að uppsöfnuð þörf fyrir viðhalds á innanlandsflugvöllum, vegna vanrækslu stjórnvalda í að veita fé í eðlilegt viðhald síðustu ár, er um 1,2 milljarðar. Svo virðist sem slík þjónusta sé aukaatriði stjórnmálamanna en fjárveitingar í móttöku hælisleitenda virðast hafa forgang segja gagnrýnendur. Ef tekið er meðaltal af þeim fjármunum sem hingað til hefur verið veitt í beinan kostnað við móttöku hælisleitenda síðust sex ár má áætla að hann sé hátt í 2 milljarðar á ári.