Innlent | 12.March

Hvað er No Borders Iceland?

Fréttaskýring: Þessi hópur hefur staðið fyrir háværum mótmælum undanfarinn mánuð og í raun lengur. Hann hefur verið með uppþot í flugvél Icelandair og er það má komið til kastanna í dómskerfinu. Í gær urðu mótmælin ofbeldisfull og þurfti lögreglan að grípa til táragas til að hemja hælisleitendur sem no-borders-liðar egndu gegn henni. Það gerir íslenska lögreglan ekki nema mikið gangi á og henni sé hættu búin. En hvað eru þessi samtök eða hópur? No Borders er alþjóðlegt net sjálfstæðra samtaka sem berjast gegn brottvísun flóttamanna. No Borders-samtök eru starfrækt á Íslandi segir á Wikipedia.

Hópurinn er með Facebook síðu og þar má sjá nánar fyrir hvað hópurinn stendur fyrir. Jú, það á að afnema landamæri, þau eiga að vera opin hverjum sem er en spurningunni um öryggi borgara ríkisins sem hefur opin landamæri ekki svarað. Ekki er talað að um hættuna af hryðjuverkamönnum eða eiturlyf sem myndu þá flæða óhindrað yfir landamærin.

Á Facebook síðunni segir:

„No Borders Iceland er hluti af alþjóðlegri hreyfingu sem stefnir ekki bara að afnámi landamæra í þeim skilningi orðsins, heldur einnig að afnámi þjóðríkisins og niðurbroti ýmissa múra milli fólks, bæði efnislegra og hugmyndafræðilegra múra. Því stefna No Borders einnig að fjölmenningarlegu samfélagi og endalokum þjóðernishyggju og rasisma. No Borders Iceland stefna að fullu ferðafrelsi fyrir alla.“

Hér er ekki verið að tala um sama hlut og venjulegir borgara halda að standi fyrir opnum landamærum, það er að segja vegabréfslausum landamærum, heldur bókstaflega afnám þjóðríkisins og þá kviknar strax sá grunur að fólkið sem stendur á bakvið þessi samtök eða hóp, séu í raun anarkistar eða með öðrum orðum stjórnleysingar. Þetta er gömul stefna og á rætur sínar að rekja til 19. aldar og hefur aldrei notið brautargengis, hvergi í raun í heiminum.

Guðbjörn Jónsson skrifar ágæta grein um þennan hóp sem heitir ,,Engin landamæri, er markmið NO BORDERS öfgahópsins“. Hann bendir á að hópurinn virðist ekki hugað þeim vanda sem myndi skapast ef landamæri yrðu aflögð. Svo sem hvar heimilisfesti einstaklingsins yrði skráð og hvar hann greiddi skatta sína. Svo má bæta við öryggismál - sem Guðbjörn minnist ekki á – hryðjuverkahættuna og eiturlyfjavandann, sem eru varnir gegn hryðjuverkastarfsemi og innflutning eiturlyfja. Fyrir þá sem vilja leyfa allan innflutning á eiturlyfjum, þá mættu þeir lesa sér til um ópíum faraldin sem lagði milljónir Kínverja að velli á 19. öld og er svipaður þeim faraldi sem nú gengur yfir Bandaríkin en talið er að hátt í 80 þúsund manns látist árlega vegna þessa faralds en efnið kemur bókstaflega yfir opin landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó.

Þetta er lykilatriði, hvar á að borga skattanna og fyrir hvern? Ef þjóðríkið yrði aflagt, þá eru engin stjórnvöld til að innheimta skatta og ekkert fjármagn til velferðamála og opin landamæri þýðir að viðkomandi landi, sem nyti velgengni, myndi fljótt fyllast af fólk sem krefst þess að fá að njóta velferðakerfi þess. Þjóðríkið myndi fljótt leysast upp, borgarastyrjöld skella á eða ríkið yrði gjaldþrota. Ef til vill er Sómalía fyrirmyndaríki no-borders-liða en þar ríkti meira og minna lögleysa og í raun borgarastyrjöld um árabil (1991 – 2012). Landinu var skipt upp milli ríkjandi stríðsherra og allt sem getur kallast skipulagt þjóðfélag var ekki til. Engin landamæri voru í Sómalíu og þar réði hnefarétturinn.

Svo er það spurning, hvers vegna eiga borgarar viðkomandi ríkis, að halda uppi fólk sem er ekki hluti af viðkomandi þjóðfélagi en áætlaður árlegur kostnaður í dag á Íslandi varðandi hælisleitendakerfisins er um 5 milljarða króna. Þessi peningar koma beint úr vasa þínum og annarra Íslendinga.

Endum á lokaorðum Guðbjörns Jónssonar: ,,Þeir sem fyrir eru hér hafa byggt upp öflugt menntakerfi og heilbrigðiskerfi, sem í augnablikinu líður fyrir fjárskort. Þeir sem fyrir eru hér hafa einnig byggt upp nokkuð margslungið velferðarkerfi. Hvergi bólar á hugsun hjá NO BORDERS hópnum hvort, eða hvernig nýkomna fólkið tengist þeim kerfum sem þeir hafa byggt upp sem fyrir voru….

Ég sé ekki ástæðu til að rekja lengra í þessum óábyrga hugmyndaþáttum sem hvergi virðast hafa fótfestu í framkvæmanlegum þáttum. Almennt verður fólk að tileinka sér að geta þekkt framkvæmanlega raunveruleika frá ójarðbundnum ímyndarheimi, ef fólk vill í raunveruleika öðlast friðsæld og farveg til betra lífs….

Hugmyndafræði NO BORDERS mun því augljóslega ekki búa til betri heim eða berti samfélög. Til þess vantar í þau meginkjarna gagnkvæmrar virðingar.“