Innlent | 18.September

Margrét Friðriksdóttir ekki lengur borgarstjóraefni Frelsisflokksins: Yfirgefur flokkinn vegna trúnaðarbrests

Margrét Friðriksdóttir hefur yfirgefið Frelsisflokkinn. Hún gaf út yfirlýsingu um það á fésbókinni í dag. Hún segir að vegna trúnaðarbrests hafi hún ákveðið að yfirgefa flokkinn og ganga til liðs við Flokk fólksins sem hún reyndar hafi alltaf stutt.

Hún segist gera þetta vegna skyndilegs viðsnúnings í íslenskum stjórnmálum.