Innlent | 04.October

Niðurrif Kársnesskóla hafið

Byrjað var í morgun að rífa Kársnesskóla í Kópavogi sem stendur við Skólagerði en skólinn var dæmdur ónýtur vegna myglu. Stefnt er að því að byggja nýjan skóla á sama stað samkvæmt því sem Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs sagði á íbúafundi sem haldin var um málið fyrir um ári síðan.

Vel hefur gengið að reisa bráðabirgða skólastofur á Vallagerðisvelli þar sem nemendum verður kennt þar til nýr skóli verður tekinn í gagnið.