Innlent | 05.April

Óspektir No Borders Iceland halda áfram

Samkvæmt fréttum visir.is voru nokkrir mótmælendur á vegum No Borders, sem eru þekktir stjórnleysingar, bornir út úr dómsmálaráðuneytinu í gær. Þau höfðu komið sér fyrir í anddyri ráðuneytisins og fengið sér sæti á gólfinu. Um er að ræða þriðja kyrrsetuverkfallið á þremur dögum en áður hefur hópurinn staðið fyrir ólátum við Austurvöll og Alþingishús.

Í fréttinni segir: ,,Eins og sjá má á myndinni þá stórsér á einum mótmælenda. Hann heitir Bjarni Daníel. Já, ég var dreginn fremur ruddalega út af lögreglunni. Ég held að það sé allt í lagi með mig en mér líður ekkert sérstaklega vel,“ sagði Bjarni Daníel í samtali við Vísi. Hann segist ekki vita hvað hann muni gera, hvort hann muni kæra lögregluna fyrir hörku; fyrsta skrefið sé að fara á heilsugæslustöðina og fá áverkavottorð.“

Jafnframt kemur fram í fréttinni að lögreglan, var líkt og á þriðjudaginn, kölluð til að fjarlægja mótmælendruna sem vilja minna stjórnvöld á að ekki sé hægt að hundsa fólk í neyð sem biðji um áheyrn. Samtökin hafa þegar fengið fund með forsætisráðuneytinu sem vísaði þeim á dómsmálaráðuneytið.

Komið hefur fram að mótmælendur fóru án leyfis og hindruðu opinbera starfsmenn við störf sín og fólk sem sækir erindi við ráðuneytið. Kom fram að lögreglan fór eftir verklagsreglum og bauð hún mótmælendur að yfirgefa ráðuneytið. Ekki var farið eftir fyrirmælum lögreglu og þegar ekki var farið eftir þeim, en fólk ber að gera það samkvæmt lögum, voru mótmælendur bornir út. Þeir streittust við og það hefur leitt til mars og smá áverka.

Skemmst er að minnast þegar lögreglan var bókstaflega tekin á teppið hjá fastanefnd Alþingis og þjarmað að henni vegna starfa hennar við að hemja ofbeldi hælisleitenda og stuðningsmanna þeirra á Austurvelli. Talsmaður lögreglunnar sagði við það tilefni að valdbeiting væri aldrei ,,krúttleg“. Sjálft Alþingi þurfti að kalla til lögreglunnar til þess að starfsfólk kæmist inn í Alþingishúsið fyrir skemmstu en mótmælendur beittu þá sömu aðferð og hindruðu fólk við að komast leiðar sinnar.