Innlent | 07.April

Segja fréttastúlku á stundinni ljúga upp frétt: Ætla að stefna henni persónulega

Á heimasíðu Þjóðfylkingarinnar er yfirlýsing vegna fréttar sem birtist á stundin.is þar sem fjallað er um námskeið sem haldið er um helgina fyrir fólk í öryggisgæslu en jafnframt er því haldið fram að á námskeiðinu verði kennd meðferð skotvopna. Í vinstrimiðlum er fullyrt að námskeiðið sé fyrir fólk sem vill verja sig gegn „hælisleitendum og flóttafólki.“

Í umfjöllun á stundin.is er fullyrt að formaður og varaformaður Þjóðfylkingarinnar muni taka þátt í námskeiðinu eða jafnvel standi fyrir því. Þjóðfylkingin hefur sent frá sér tilkynningu á heimasíðu sinni x-e.is þar sem þessu er með öllu hafnað og fréttin kölluð falsfrétt. Þar er blaðamaður Stundarinnar ásakaður um að hafa skáldað fréttina upp til þess eins að sverta mannorð þessara einstaklinga og sagt að ef fréttin verði ekki leiðrétt eigi þeir engan annars kost en að stefna stúlkunni sem skrifar fréttina- sem er Anna Mjöll Ólafsdóttir - persónulega og krefja hana um miskabætur fyrir aðför að mannorði.

Undanfarið hafa fallið dómar þar sem einstakir fréttamenn hafa verið dæmir til greiðslu miskabóta vegna ummæla og ávirðinga í garð einstaklinga í fréttaumfjöllun í miðlum eins og til dæmis Stundinni. Slíkar miskabætur geta numið umtalsverðum fjárhæðum eins og nýlegir dómar sýna.