Innlent | 24.July

Skoðanakúgun náð inn í raðir framhaldsskólanna?

Formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema (SÍF) Davíð Snær Jónsson var rekinn úr stjórn samtakanna í dag. Ástæðan eru vangaveltur hans um kynjafræðslu sem skyldufag í framhaldsskólum. Í grein sem birt var á visir.is vekur hann máls á því að sumir kennarar misnoti aðstöðu sína og „...innræti skoðanir sínar inn í ákveðin umfjöllunarefni og leyfi ekki málefnalegri umræðu að eiga sér stað, án þess að grípa inn í og koma sínum skoðunum að. Í þessum umræðum getur umfjöllunarefnið verið allt frá deilum Ísraels og Palestínu, Trump sem forseta Bandaríkjanna eða hvernig dómurum var skipað í Landsrétt og allt eru þetta mál þar sem engin ein skoðun er réttari en önnur,“ segir Davíð Snær meðal annars í grein sinni.

Margir hafa lýst efasemdum um kynjafræðslu í framhalsskólum og að hún snúist meira um hugmyndafræði byggða á hugmyndum öfgafemínista og vinstrimanna en hlutlausri og jákvæðri umræðu um gagnkvæma virðingu milli kynjanna. Þessum hreinskilnu og tímabæru vangaveltum Davíðs Snæ var illa tekið af stjórn SÍF og ákvað stjórnin sem fyrr segir að reka formanninn. Það hefur vakið upp umræður á spjallsíðum um hvort hér sé á ferðinni skoðanakúgun að hætti góða fólksins eða hvort viðbrögð stjórnarinnar séu réttmæt.