Innlent | 04.April

Þjóðfylkingin sendir inn erindi til umboðsmanns: Saka ríkisstjórnina um landráð

Samkvæmt heimildum skinna.is hefur Íslenska þjóðfylkingin sent inn erindi eða kæru til umboðsmanns Alþingins þar sem farið er fram á að umboðsmaður kanni hvort núverandi ríkisstjórn sé sek um efnahagsleg landráð vegna orkupakka 3 og framlagningu þess máls á þingi. Eftir því sem skinna.is hefur fregnað hefur formaður Þjóðfylkingarinnar farið tvisvar í húsakynni umboðsmanns, fyrst til að skila inn erindinu og svo aftur þar sem embættið óskaði eftir frekari gögnum.

Ekki hefur náðist í Guðmund Þorleifsson formann Þjóðfylkingarinnar í dag til að fá þetta staðfest né heldur náðist í skrifstofu umboðsmanns þar sem ábending um málið barst eftir að skrifstofu umboðsmanns var lokað klukkan 15 í dag.