Innlent | 25.November

Vinstri fjölmiðlar, fjármálaöfl og ESB sinnar lamaðir eftir yfirlýsingar Jóns Baldvins

Viðtal sem Útvarp saga og Silfur Egils hafa átt við Jón Baldvin Hannibalsson, um evrópumál og þriðja orkupakkann, hljóta að teljast mjög merkileg og söguleg í ljósi þeirra yfirlýsinga sem þessi forgöngumaður fyrir því að við gegnum í EES og lengi vel talsmaður þess að Ísland gengi í Evrópusambandið, hefur að segja núna um þriðja orkupakkann og inngöngu í ESB. Jón Baldvin var í viðtali í Silfri Egils í dag, sunnudag, og óhætt er að segja að svo virðist sem talsmenn þess að við innleiðum þriðja orkupakka ESB séu lamaðir eins og er. Sérstaklega er eftir því tekið að fréttastofa Ríkisútvarpið / sjónvarp, fréttastofa Stöðvar2 og Fréttablaðsins, sem hingað til hafa verið mjög hliðhollar þeim sem boða aðild að Evrópusambandinu og því að við samþykkjum þriðja orkupakkann, hvað þessir miðlar eru þöglir yfir þessu merkilega viðtali við Jón Baldvin. Sömu fjölmiðlar höfðu líka uppi áróður um að Íslendingar ættu að samþykkja ice-save samningana á sínum tíma.

Í þessum viðtölum, á Sögu og í dag í Silfri Egils, talar Jón alveg skýrt, að ef við höfnum þriðja orkupakkanum þá hefur það engar afleiðingar fyrir Íslendinga því það er skrifað inn í samninginn að Íslendingar hafi fullan rétt til að hafna tilskipunum ESB. Þetta er alveg kristaltært í svari Jóns Baldvins við spurningunni um hvort höfnun muni leiða til þess að ESB segi upp EES samningnum, þá er svar Jóns stutt og lag gott: „NEI!“

Ekki er annað að heyra á svörum Jóns Baldvins en að hann hæðist af viðbrögðum ESB við hruninu í Evrópu. Svarið við því að fátækari ríki Evrópu lentu í vandræðum hefði verið af hálfu ESB að láta þau skera enn meira niður í stað þess að auka ríkisútgjöld líkt og gert var í Bandaríkjunum í kreppunni miklu fyrir seinni heimstyrjöld.

„Þetta er þvílík skíta framkoma [ESB],“ sagði Jón og barði í borðið

Jón fór ekki mildum orðum um Þýskaland og Frakkland í viðtalinu vegna yfirgangs þeirra gegn öðrum ríkjum í ESB eftir kreppuna 2008. Hann kallaði til dæmis Þýskaland „stór Þýskaland“ líkt og nasistar gerðu þegar þeir töluðu um ríkið á tímum Adolfs Hitlers. Jón spurði líka hvort leiðtogar Evrópu hefðu aldrei heyrt um hagfræðinginn Keynes. Hann nefndi Grikkland sem dæmi. Þeim var fyrirskipað að selja allt sem var í eigu ríkisins til erlendra fjármagnseigenda fyrir slikk! Allt frá orkufyrirtækjum til vatnsveitna. Það sem hefði átt að gera var að segja Grikklandi að auka ríkisútgjöld. Svo þagði Jón eitt augnablik áður en hann barði í borðið og sagði: „Þetta er þvílík skíta framkoma. Hún er svo kolvitlaus efnahagslega að þetta er ekki boðlegt.“

„Evran hefur algjörlega brugðist.“

Jón segir að Evran hafi algjörlega brugðist. Það sem hafi bjargað Íslendingum eftir hrun hafi verið sjálfstæður gjaldmiðill. Jón Baldvin sagði að það væri hönnunargalli í efnahagsstefnu ESB vegna þess að efnahagsstefnan og Evran væru bara gerð til að þjóna „stór Þýskalandi.“

Evrópusambandið er að leysast upp

Jón sagði að Evrópusambandið væri að leysast upp. Það væri fyrst og fremst út af forystuleysi og í öðru lagi vegna þess að fjármagnseigendur ráða þar lögum og lofum.

Formaður framkvæmdastjórnar ESB verndarengil skattsvikara í Evrópu

Framkvæmdastjóri Evrópusambandsins er verndari og guðfaðir skattsvikara í Evrópu segir Jón þegar hann gagnrýnir viðbrögð Evrópusambandsins við kreppunni. Skattar hafi verið hækkaðir á almenning og almenningur látin greiða fyrir hrunið. Ekki nóg með það, heldur fóru peningarnir til auðjöfra sem fóru svo úr landi með féð án þess að greiða af því skatt og hvert fóru þeir með peninginn? Til Luxemborgar sem er heimaríki Junkers framkvæmdastjóra og himnaríki skattsvikara.

Þriðji orkupakkinn er plott til þess að gróðapungar nái yfirráðum yfir auðlindum Íslands

Þriðji orkupakkinn er plott gróðapunga. Við þurfum ekki að samþykkja hann og vonandi gerum við það aldrei sagði Jón. Hann tók sem dæmi og spurði: „Hefur Evrópusambandið reynt að troða upp á okkur járnbrautalöggjöfinni?

Nei!

Hefur Evrópusambandið reynt....það er gríðarlega mikið af lögum og reglum um skipaskurðasamgöngur í Evrópu.

Nei!

Hvað með olíu og gas? Ekki heldur.“

Fjármálaöfl sem ekki eru ennþá komin fram í dagsljósið vilja orkuna

Hann sagði jafnframt að orkan væri þjóðarauðlind og hún á að vera í stjórnarskrá og lögum skilgreind sem þjóðareign. Orkan eigi ekki að vera skilgreind sem hver önnur vara. Jón Baldvin sagði jafnframt um þriðja orkupakkann: „Þetta plott er allt um það að það eru ákveðin fjármálaöfl sem ekki eru ennþá komin fram í dagsljósið sem eygja gríðarlega gróðamöguleika í sæstreng.