Sögumolar | 02.September

Skelfingu lostinn í fangi Saddam Hussein

„Tími Saddams er útrunninn,“ segir í fyrirsögn Dagblaðsins Tímanns 16. janúnar 1991. Saddam Hussen íraks forseti hafði sent hersveitir sínar inn í Kúvæt og hertekið landið. Þetta sættu Vesturlönd sig ekki við og stríð var óumflýjanlegt. Saddam Hussein hafði gert ráð fyrir að hernám Kúvæt yrði litið sem mál er varðaði Arabaríkin ein og myndi í versta tilviki vekja upp mótmælahrinu sem ekkert vopnabrak fylgdi. Í tíu ára stríði gegn Íran hafði Írak notið stuðnings Vesturlandanna sem höfðu álitið Saddam Hussein skárri kost af tveim illum.

Hervæðingin í Írak hafði þannig verið framkvæmd með samþykki Vesturlanda og Bandaríkin höfðu ekki síst stuðlað að henni.

Eyðumerkurstormur

Hernaðaraðgerðir til að hrekja Íraka út úr Kúvæt hófust 17. janúar 1991 og fengu nafnið „Eyðumerkurstormur“. Aðgerðin hófst með gríðarlegum loftárásum á Bagdad. Saddam brást við með því að halda fjölskyldum þegna vestrænna ríkja föngum í Írak. Í áróðursstríðinu sem fylgdi og fór fram í fjölmiðlum beggja aðila, drógu írakskir fjölmiðlar upp mynd af Saddam sem ástríkum, föðurlegum en einbeittum foringja.

En upptakan sem birtist í írösku sjónvarpi af Saddam með ungan breskan dreng í fanginu, þar sem hann klappaði drengnum góðlátlega á bakið og stauk á honum hárið olli mikilli reiði á Vesturlöndum. Það sást nefnilega greinilega að drengurinn var skelfingu lostinn. Það mátti líka sjá á látbragði foreldra hans og systkina að þau voru líka mjög hrædd. Myndbirtingin átti að sýna umheiminum hjartagæsku Saddams en hafði þveröfug áhrif. Fjölskyldunni var síðan slepp úr haldi og fékk að fara úr landi.