Viðskipti | 07.April

Noregur: Göng fyrir skip

Norska ríkisstjórnin hefur lagt fram áætlanir um að byggja göng fyrir skip. Göngin yrðu gríðarstór og þau fyrstu í heiminum fyrir skip. Göngin koma til með að verða 1.7 kílómetrar að lengd, 37 metra há og 26.5 metrar að breidd.

Stjórnin telur nauðsynlegt að ráðast í þessar aðgerðir til að auka öryggi skipa á þessu svæði. Gangnamunninn mun byrja við bæinn Stad sem er við lengsta fjörð Noregs, Sognfjörð í Vestur Noregi.

Framkvæmdir eiga að hefjast 2019 og áætlað er að kosti 2,2 milljarða norskra króna.