Viðskipti | 06.July

Viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína byrjað

Donald Trump Bandaríkjaforseti staðhæfir að tollar á vörur að 500 milljarða Bandaríkjadollara virði gæti verið komið á ef kínversk stjórnvöld ákveði að svara á móti með gagnaðgerðum.

Donald Trump sagði á fimmtudaginn að Bandaríkjamenn gætu á endanum sett upp tollagjaldskrár fyrir meira en 500 milljarða dollara virði af kínverskum vörum en þessi tvö stærstu hagkerfi heimsins virðast hafa hafið viðskiptastríð sín á milli.

Trump staðfesti að Bandaríkjamenn myndu hefja tollagjaldtöku á kínverskar vörur að virði 34 milljörðum dollara strax í dag, föstudaginn 6. júlí og varaði við því að síðar meir gætu tollar hækkað meira og náð til 500 milljarða dollara innflutning frá Kína eða um það bil allt það magn sem Bandaríkin fluttu inn frá Kína á síðasta ári.

Donald Trump sagði fyrir skömmu við fréttamenn um borð í forsetaflugvél sinni eftirfarandi: ,,Þú ert með 16 milljarða dollara á tveimur vikum og síðan, eins og þú veist, höfum við 200 milljarða dollara til vara og síðan eftir 200 milljarða dollara höfum við 300 milljarða dollara til vara. Allt í lagi? Svo höfum við 50 plús 200 plús næstum 300.“

Yfirlýsingar Trumps gefa vísbendingar um harðnandi samskipti við Kína. Áður hafði Trump hótað að leggja til viðbótar gjaldtöku á vörum sem eru um virði 400 milljarða Bandaríkjadala ef Kína myndi fylgja áætlunum sínum um að hefjast hefndaraðgerðir gegn fyrstu tollaálagningu Bandaríkjanna á kínverskum vörum, þ.á m. bíla, tölvudiskdrif, dælur, lokur og Ijósdíóðum.

Kínversk stjórnvöld hótuðuð strax bregðast við með því að hækka tolla á bandarískum bílum, landbúnaðarafurðum og öðrum vörum.

Engin merki eru um að ríkin séu að reyna að semja á síðustu stundu um að reyna koma í veg fyrir þetta viðskiptastríð.

Ágreiningurinn hefur fengið fjármagnsmarkaði til að skjálfa, þ.m.t. hlutabréf, gjaldmiðla og alþjóðaviðskipti á vörum frá sojabaunum til kola á undanförnum vikum. En bandarísk hlutabréf hækkuðu á fimmtudaginn og vonast er til þess að truflanir á viðskiptum við Evrópu muni ganga til baka eftir að kanslari Þýskalands, Angela Merkel, sagði að hún myndi draga úr tollum ef stjórnvöld í Washington hætti að ógna með hækkun bílgjalda.

Kínversk stjórnvöld hafa sagt að þau muni ekki ,,skjóta fyrsta skotinu“ í viðskiptastríði við Bandaríkin en kínversk tollayfirvöld tóku það skýrt fram í vikunni að kínverskir tollar á bandarískar vörur muni taka gildi um leið og bandarískir tollar yrðu lagðir á kínverskar vörur.